Morgunn - 01.12.1953, Side 28
106
MORGUNN
miðillinn sig og hóstaði alveg með sama hætti og E. H. Kv.
var vanur að gera. Svo hélt hann máli sínu áfram:
„Mér þótti vænt um, þegar þú fluttist niður í gamla
svefnherbergið okkar, og seinast varstu í herberginu
mínu.“
Það er rétt, að œðilöngu eftir lát Einars Kvarans
flutti ég úr herbergjum mínum upjn og í herbergi
það, sem Kvarans-hjónin notuðu sem svefnherbergi,
en síðustu mánuðina, sem ég bjó á Sólvallagötu 3,
var ég í einkaherbergi Kvarans, skrifstofu hans.
„Oft horfðir þú á myndirnar af okkur og stundum greind-
um við hugsanir þínar.“
Meðan ég bjó í þessu herbergi, hengu myndtir þeirra
hjónanna yfir skrifborði mínu, og tíðum horfði ég
á þœr.
„Hjartans þakkir fyrir allt og allt. En samstarfi okkar
er ekki að öllu lokið, að ég held. Til eru leiðir, sem hugs-
uninni eru færar. Þú brást hvorki mér né málefninu, með-
an við vorum saman. Þú hefur heldur ekki brugðizt hon-
um, sem tók við af mér. Berðu börnunum mínum, honum
og félaginu okkar hjartanlegar kveðjur mínar. Hugsanir
mínar og þrár um heilbrigða þróun þess eru hinar sömu
og áður. Allt hvílir á hollustunni við sannleikann. Mamma
er hérna líka. Hana langar til að segja fáein orð við þig.
Við höfum engu gleymt. Guð blessi þig og alla vinina okk-
ar. Síðar ber fundum okkar saman."
Einar H. Kvaran nefndi konu sína, að ég lield, ævin-
lega „mömmu“, og þetta orð var sagt með íslenzk-
um framburði en ei enskum.
Nú sleppti frú Bedford höndum mínum. Þá var eins og
hjúpur félli af henni og hún virtist aftur vera orðin eins
og hún átti að sér. En bráðlega tók hún hendur mínar
aftur. Svipur hennar og yfirbragð breyttist nú, svo að
mjög minnti á frú Gíslínu, konu Einars H. Kvarans. Þó
varð svipbreytingin ekki eins sterk og varð á meðan hann
var að tala. Um leið og hún tók nú hendur mínar, heyrði