Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Page 29

Morgunn - 01.12.1953, Page 29
MORGUNN 107 ég sagt eins og hálfhvíslandi: GlSL, — en meira gat ég ekki greint, en mjög var þessi raddblær líkur raddblæ frú Gislinu Kvaran. Það var eins og ósegjanleg ástúð umvefði mig, og röddin var dálítið klökk, meðan nú var sagt á ensku: „Hjartans þakkir. Ég hef ekki gleymt því, er þú sazt hjá rúminu mínu.“ Þetta er rétt, en þá virtist hún meðvitundarlítil og mátti ekki mæla. ,,Ég man hugsanir þínar og bænir, og ég hef heldur ekki gleymt því, sem þú gerðir fyrir mig, eftir að ég fluttist hingað.“ Hún minnti mig nú á atvik, er raunverulega gerðist eftir að hún lézt, en ég læt þögnina geyma. ,,Þú kemur seinna til okkar. Guð blessi þig og börnin mín og berðu þeim hjartans-----------.“ Ég fékk ekki greint meira, það var eins og rödd hennar brysti. Mig undraði það engan veginn. Hefði ég þá átt að tala upphátt, held ég, að mér hefði ekki reynzt það auðveldara, þótt ég gæti notað mín eigin talfæri. En ég skynjaði betur en orð fá lýst ástúðina og hjartahlýjuna, sem fylgdi orðum hennar og hún þráði að geta sent þeim öllum, er hún minntist, og þeim mörgu, sem hún hugsaði áreiðanlega til. En að einu leyti var líkt ástatt fyrir mér og frú Bedford, augu okkar beggja voru full af tárum. Undir fundarlokin sagði Messenger við mig af vörum miðilsins: „Þau eru hérna bæði, sem töluðu við þig fyrir stuttu. Þau eru hjartanlega glöð yfir endurfundastundinni. Maðurinn segir mér, að skírnarnafn þitt sé hið sama og skírnarnafn hans, en ég veit ekki, hvað þú heitir. En, heyrðu, það er með þeim kona og fyrsti stafurinn í skírn- arnafni hennar er B. — Ég á erfitt með að segja þessi útlendu nöfn. Hann segir, að þú munir kannast við hana, hún hafi verið vinkona ykkar og að þú hafir hitt hana fyrst í heimili hans.“ Hér tel ég hiklaust vem átt við Björgu Havsteen,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.