Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Page 30

Morgunn - 01.12.1953, Page 30
108 MORGUNN en hana hitti ég fyrst í heimili Kvarans-hjónanna. Hún var búin merkilegum sálrænum gáfum. Frá reynslu minni í sambandi við hæfileika hennar hef ég áður skýrt í Morgni. „En, heyrðu, ég skil ekki þetta hjá manninum, hann talar um „mömmu“, þegar hann minnist á konuna sína.“ Ég kvaðst skilja það, og Messenger sagði: „Þá getur þú verið ánægður. Þau biðja líka alveg sérstaklega að heilsa konu. Það eru tvö G í nafninu hennar. Bæði skírnarnafn hennar og eftirnafn byrja á G. Hann segir, að sér hafi þótt gott að sitja í horninu hjá henni og hlusta. Þeim þykir vænt um hana. Heyrðu, hún hefur verið lík henni, sem ég tala hjá (miðlinum, frú Bedford), mig undrar ekki að þeim þyki vænt um hana.“ Ég þykist eklá í vafa um, að hér hafi verið átt við frú Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem ekki þarf að kynna lesendum Morguns. En síðustu árin sín á fundum frú Guðrúnar sat Einar Kvaran ekki i hringnum með fundargestum, heldur í horninu í stofunni, rétt hjá sæti frú Guðrúnar, og hlustaði. EINAR LOFTSSON. ★ Berdreyrrú- Ástríður Guðbrandsdótlir bjó með Ólínu Andrésdóttur, skáldkonu, móður sinni. Hún sagði mér að síðasta veturinn, sem móðir hennar lifði, hefði sig dreymt að inn í hús þeirra kæmi svartklæddur maður og skuggalegur. Gegn vilja Ástríðar gekk gesturinn inn á mitt gólf og sagði kuldalega: ,,Ég heiti Júlíus." t júlí um sumarið andaðist Ölína Andrésdóttir. J. A.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.