Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Síða 31

Morgunn - 01.12.1953, Síða 31
Dr. Westwood heldur rannsóknum sínum áfram. ★ 1 síðasta hefti MORGUNS var birt ritgerð um rannsóknir prests- ins og lærdómsmannsins, dr. Westwoods, á miðilsgáfu litillar fóstur- dóttur hans og þeim margvíslegu fyrirbrigðum, sem komu fram hjá barninu, glaðvakandi. Þeir, sem þá ritgerð lásu, munu minnast þess, að í upphafi tilraunanna var dr. Westwood enn algerlega andvígur sálarrannsóknunum og spíritismanum og hugði allt það mál einberan hégóma og hjátrú trúgjarnra manna. En þegar gáfaðir vinir hans, sem hann mat mikils sakir vitsmuna og mannkosta, tóku að leggja að honum að kynna sér málið, fór hann að gera tilraunir heima hjá sér, með því að hann hafði megnustu ótrú á miðlum og starfi þeirra. En þá kom óðara í ljós, að Anna litia, fósturdóttir hans, ellefu ára gömul, var gædd stórfurðulegum miðilshæfileikum. Dr. Westwood var lengst af í algjörum efa um, hvaðan þessi fyrir- brigði stöfuðu, og hann vildi í allra lengstu lög forðast að trúa því, að persónuleikar framliðinna manna stæðu að baki fyrirbrigðunum. Þegar hann hafði gert tilraunir með Önnu litlu um alllangt skeið, var honum orðið ljóst, að hér hiytu einhver önnur öfl að vera að verki en undirvitund hennar, að hér hiyti orsakanna að vera að leita annars staðar. Tveir persónuleikar, sem nefndu sig Rut og Italph, gerðu vart við sig í sambandinu, og kváðust hafa verið hrað- ritarar í Washington. Þau sönnuðu mál sitt á þann hátt, að láta leiða Önnu litlu, með svo vandlega bundið fyrir augun að hún gat ekki séð neitt, að ritvél, sem hún kunni vitanlega ekkert á, og undir stjórn þeirra skrifaði blindað barnið á ritvélina með hraða og full- kominni leikni, sem þaulæfðir vélritarar einir geta sýnt. Anna litla var að byrja að læra að leika á slaghörpu. Rut kom með vinkonu sína úr andaheiminum, og undir stjórn hennar lék litla stúlkan, með bæði augu algerlega blinduð, með dásamlegri leikni hins þaul- æfða píanóleikara, á hljóðfærið. Margs konar sálrænir hæfileikar gerðu vart við sig hjá litlu stúlk- unni. Með bundið fyrir augun las hún á bók, sem haldið var fyrir framan hana, mjög dræmt, þegar hún reyndi það sjálf, en með leikandi hraða, þegar hinar ókunnu vitsmunaverur fengu að hafa stjórn á henni. Hvert undrið gerðist öðru meira, og hver skýringar- tilraun dr. Westwoods af annarri hrundi sem markleysa andspænis staðreyndunum. En með varfærni hins efagjarna manns varðist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.