Morgunn - 01.12.1953, Síða 33
MORGUNN
111
Hún vann óskorað traust allra, sem kynntust henni.“
Það var árið 1919, að dr. Westwood kynntist Ada Be-
sinnet, en þá hafði hann fengið prestakall í borginni, sem
hún var búsett í. Fyrir milligöngu annarra hafði hann
fengið aðgang að fundi hjá henni, ásamt konu sinni. Ada
bjó með frænku sinni, sem hún hafði verið hjá frá barn-
æsku, og stjórnaði fundum hennar. Þær bjuggu í allstóru
og góðu húsi saman. Heimili þeirra bar vott um menn-
ingu og góðan smekk. Ada var viðfeldin í tali og elskuleg
í háttum, en var ekki sérlega menntuð kona.
Fundurinn hófst. Einn fundargestinn þekkti dr. West-
wood ekki þá. Hann var nafnkunnur blaðamaður og átti
síðar eftir að vinna merkilegt rannsóknastarf með dr.
Westwood í sálrænum málum. Aðrir viðstaddir voru, yfir-
dómari við ríkisréttinn, kunnur kaupsýslumaður og verk-
fræðingur. Konur þeirra voru með þeim. Þau settust í
kring um borðstofuborð í borðstofunni. Það hafði verið
dregið út og autt rúm var eftir tvær lausar borðplötur, sem
teknar höfðu verið burt. Gestirnir og miðillinn spjölluðu
saman nokkra stund, unz ákveðið var að fundurinn skyldi
hefjast. Engin tæki eða áhöld voru þarna, nema saman-
vafinn kaðall, % þumlunga þykkur, sem lá á borðinu.
Grammófónn stóð á gólfinu, 3 fetum til vinstri við miðil-
inn, og vinstra megin við hann lágu um 30 hljómplötur
á stóli.
Fyrir gluggana voru dregin þung tjöld, sem myrkvuðu
herbergið. Ada settist við borðið við eyðuna, sem var þar
sem plöturnar tvær höfðu verið teknar burt, og studdi
höndum á borðið beggja megin eyðunnar. Við grammó-
fóninn sat sá, sem átti að draga hann upp og skipta um
plötur. Dr. Westwood sat vinstra megin miðilsins beint
á móti dómaranum. Karlmenn og kvenfólk sátu á víxl.
Þegar er ljósin voru slökkt var byrjað að leika á
grammófóninn. Eftir tíu mínútur gekk sá, sem sat við
hlið miðilsins, úr skugga um, að hún var fallin í djúpan