Morgunn - 01.12.1953, Page 34
112
MORGUNN
trans. Kverkmælt rödd talaði af vörum hennar, og kvaðst
vera stjórnandi hennar. Hann talaði sjaldan, en alltaf af
vörum hennar, ef hann talaði á annað borð.
Fyrstu fyrirbrigðin voru þau, að Ijós, lík geislandi drop-
um, svifu um herbergið. Þau sýndust um það bil hálfur
annar þumlungur á lengd. Sum þeirra svifu rétt yfir hendi
dr. Westwoods og við birtuna af þeim gat hann séð hárin
á handarbaki sínu. Nú heyrðist rödd, sem alls ekki virtist
koma frá miðlinum sjálfum, syngja með hljómplötunni,
sem leikin var, og röddin fyllti herbergið. Röddin kom
áreiðanlega ekki frá grammófóninum, enda var engin
söngplata leikin. Þá greip önnur rödd inn í sönginn. Sú
fyrri var há sópran-rödd, en síðari var djúp alt-rödd.
Síðar sungu þessar raddir tvísöng (dúett) saman. Þá söng
fyrri röddin aftur og nú var ekki sungið með henni, heldur
var blístrað aðdáanlega vel undir sönginn. Þannig hélt
fundurinn áfram í um það bil hálfa klukkustund.
Nú var hætt að leika á grammófóninn og þá heyrðist
skrjáfa í kaðlinum. Rödd stjórnandans sagði: „Kveikið
ljósið.“ Ljósið var kveikt, og nú sáu fundargestirnir, að
búið var að binda bæði hendur og fætur miðilsins með
kaðlinum. Dr. Westwood rannsakaði hnútana og gekk úr
skugga um, að Ada hefði alls ekki getað bundið sig þannig
sjálf. Óhugsandi var, að nokkur fundargestanna gæti verið
henni samsekur um svik. Lítt hugsandi, að nokkur hefði
getað komizt inn í herbergið og hjálpað henni, án þess
fundargestir yrðu þess varir. Nú skipaði stjórnandinn aftur
að slökkva ljósið, og var það gert. Augnabliki síðar sagði
hann að kveikt skyldi aftur. Það var gert. Ada lá í djúp-
um transi í stólnum sínum, óbundin, og kaðallinn lá saman-
lagður á borðinu.
Ein röddin, sem talaði, nefndi sig Pansy og kvaðst vera
negrastúlka. Hún var mjög gamansöm í háttum og tali.
„Skyndilega kallaði dómarinn til mín — segir dr. West-
wood — og þakkaði mér fyrir vindil, sem ég hefði gefið
sér. Þetta, sem kallaði sig Pansy, hafði tekið vindil úr