Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Page 35

Morgunn - 01.12.1953, Page 35
MORGUNN 113 brjóstvasa mínum, borið hann til dómarans og fengið honum. Svo var vindlinum skilað til mín aftur. I-Iver hafði tekið hann úr vasa mínum? Sannarlega ekki Ada sjálf. Einhver fundargestanna hlaut að hafa gert þetta. Var einhver afar leikinn hjálparmaður miðilsins í herberginu?" Þannig spyr dr. Westwood, en innan skamms féll hann frá þessum skýringartilgátum. ,,Pansy“, sem þarna er sagt frá, minnir mikið á persónu- leikann, sem kallaði sig ,,Knud“ og kom fram hjá Einer Nielsen. Hann gerði svipuð verk, og hann var mjög gaman- samur í háttum sínum, eins og ,,Pansy“. Á einum tilrauna- fundinum hjá Nielsen hér í Reykjavík kom „Knud“, tók gleraugun af mér, bar þau um herbergið og faldi þau í hári einnar dömunnar, sem fundinn sat, og skilaði mér þeim síðan aftur. Enginn gat verið í tilraunaherberginu á Sólvallagötu 3 til þess að hjálpa Nielsen með þetta, en ég og annar fundargestur héldum höndum hans og höfð- um fætur okkar á fótum hans meðan þetta gerðist. Dr. Westwood segir, að síðar á þessum fundi hafi geysi- lega falleg tenórrödd sungið í herberginu, svo falleg og þjálfuð, að hann fullyrðir að hann hafi aldrei í nokkurri söngleikahöll heyrt fegurri söng. Presturinn hafði oftar samband við þennan dularfulla söngvara siðar, en vissi aldrei með vissu, hver hann raunverulega var. Ýmsar raddir töluðu við hina fundargestina og fund- urinn leið svo, að söngur og tal skiptist á. Eftir tvær klukkustundir lýsti stjórnandinn yfir því, að miðillinn væri orðinn þreyttur. Fundinum lauk. Miðillinn virtist enga hugmynd hafa um, hvað gerzt hafði. Hún var búin að starfa í mörg ár, en sjálf hafði hún engin fyrirbrigði séð eða heyrt, vissi ekkert um þau annað en það, sem fundar- gestir sögðu henni stöku sinnum. Eftir þennan fund vissi dr. Westwood ekki, hvað hann átti að hugsa. Honum var ljóst, að engan fundargestinn gat hann leyft sér að væna um svik, og honum fannst það ótrúlegt, að Ada eða frænka hennar væru svikarar.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.