Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Side 36

Morgunn - 01.12.1953, Side 36
114 MORGUNN Hann var svo heppinn, að honum var boðið að sitja nokkra fundi með Ada Besinnet. Áður en hann sat næsta fund, gerði hann ýmsar varúðarráðstafanir. Hann gegn- rannsakaði fundarherbergið, dyr þess og húsbúnað og gekk úr skugga um, að ekkert grunsamlegt gat leynzt þar, og hann gekk úr skugga um, að enginn hjálpari gat komizt inn í herbergið meðan á fundum stóð. En hann beið að miklu leyti árangurslaust nýrra fyrirbrigða. Næstu fundir fóru mjög svipað fram og hinn fyrsti, en samtölin voru vitanlega frábrugðin frá einum fundi til annars. Hvað átti dr. Westwood að hugsa? Var ekki hugsanlegt, að í transinum losnaði frá miðlinum einhver smáhópur af „öðrum sjálfum hennar“ og að þessi „önnur sjálf hennar“ gætu endurtekið sömu fyrirbrigðin upp aftur og aftur, meðan Ada var í transinum? Ekki var þetta óhugsandi. Þá gerðist einhverju sinni mjög athyglisvert atvik. Til- í’aununum heima hjá honum með önnu litlu var ekki alveg lokið, en hann hafði gætt þess vandlega, að segja henni ekkert um tilraunir sínar hjá Ada Besinnet. Undrun hans varð því mikil, þegar persónuleikarnir, sem gerðu vart við sig hjá Ada, komu einn daginn fram heima hjá honum hjá önnu litlu með skýrum einkennum. T. d. kom negra- stúlkan, Pansy, þar fram og talaði negramállýzku sína í gegn um önnu, sem alls ekki var í transi fremur en vant var um hana. Dr. Westwood var nú ljóst, að hann yrði að fá að gera verulegar visindalegar tilraunir með Ada Besinnet. Hann vakti máls á því við hana. Óðara tók hún því vel, bað hann að ráða allri tiihögun, en gæta þess eins, að hún yrði ekki fyrir líkamlegum skakkaföllum í transinum. En það hafði einhverju sinni komið fyrir vegna óaðgætni tilraunamanna, svo að hún lá veik eftir vikum saman. Hann sneri sér fyrst að því að velja sér samstarfsmenn. Fyrst fékk hann kunnan lækni í iið með sér, og kom þeim saman um að halda fundina til skiptis í heimili hans og heimili prestsins. Læknisfrúin sat með þeim alla fundina.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.