Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Síða 37

Morgunn - 01.12.1953, Síða 37
MORGUNN 115 Þeir komu sér saman um að annast allan undirbúning fundanna og fundarherbergjanna, annast tryggilega um dyravörzluna, rannsaka sérhvern, sem aðgang fengi að fundunum, hvað þeir flyttu með sér í fundarherbergið. Og þeir tóku að sér að rannsaka miðilinn sjálfan fyrir hvern fund. Fundina ætluðu þeir að halda í borðstofunum heima hjá sér. Aðrir samstarfsmenn voru ákveðnir: fyrrv. háskólakennari í efnafræði, fyrrv. háskólakennari í stærð- fræði og blaðamaðurinn, sem áður getur. Auk þess mátti einn vinur Westwood-hjónanna koma á fundina og heimilis- læknir dr. Westwoods kom alltaf öðru hvoru. Að fráskild- um blaðamanninum, efnafræði-prófessornum og Westwood- hjónunum hafði enginn hinna áður setið fund með Ada Besinnet. Á fundunum sat dr. Westwood við hlið miðilsins, til þess að vaka yfir hverri hreyfingu hennar. Það sýndist óþarfi. Hún var í svo djúpum transi, að hún var gersam- lega hreyfingarlaus, eins og liðið lík allan tímann. Pró- fessorinn sat við grammófóninn og stjórnaði honum. Fyrsti fundurinn undir þessum nýju skilyrðum hófst og allt fór fram eins og á fundunum heima hjá miðlinum. Eitt óvænt atvik gerðist. Veran, sem nefndi sig Pansy, leysti í myrkrinu með litlu fingrunum sinum armbands- úr, sem hafði glitrandi skifu, af úlnliði dr. Westwoods, hóf það upp og bar það hátt á lofti með glitrandi skífuna niður, svo að ailir fundargestir gátu séð. Innan stundar festu litlu fingurnir á hinni óséðu veru úrið aftur á úlnlið prestsins. Nú gáfust tilraunamönnunum ný úrlausnarefni. Þeir voru algerlega öruggir um, að í heimili læknisins og prests- ins gátu engir hugsanlegir hjálparmenn miðilsins verið að verki, enginn gat leynzt inn í einkaíbúðir þeirra. En þá var spurningin: voru þessar talandi og syngjandi raddir raunverulega sjálfstæðar? Mynduðust þær raunverulega fyrir utan miðilinn, óháðar raddböndum hans? Og enn: var hægt að finna upp nokkra aðferð, sem kynni að af- sanna það, að hér væru aðeins einhver persónubrot miðils-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.