Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Page 45

Morgunn - 01.12.1953, Page 45
MORGUNN 123 fyrirbærin, sem gerðust. Fundir hennar voru haldnir í myrkvuðu herbergi, en svik voru ekki hugsanleg. Hver röddin af annarri talaði ýmist við frú Wriedt sjálfa eða fundargestina, en eitt atriðið reyndist sérlega merkilegt. Dr. Westwood var gestkomandi í Detroit, þar sem frúin átti heima. En ein röddin, sem fram kom, kvaðst hafa verið borgarstjóri í borginni, þar sem dr. Westwood átti heima, en hann þekkti ekkju hans vel. Látni borgarstjór- inn sagði prestinum frá mörgum atvikum úr einkalífi þeirra hjónanna og bað hann að spyrja ekkjuna, er hann kæmi heim, hvort þetta væri ekki rétt. Presturinn hafði enga hugmynd um þessi atvik, en þegar hann kom heim, fór hann óðara á fund borgarstjóraekkjunnar, sem stað- festi að hvert atvik væri hárrétt. 1 ýtarlegu máli rekur dr. Westwood í lok bókar sinnar sannanagildi þeirra fyrirbrigða, sem hann hafði orðið vott- ur að, en það er of langt mál til þess að rekja það hér. Nokkurn kafla helgar hann hugleiðingum sínum um sálar- rannsóknamálið og kristindóminn. En flestum þeim, sem sálarrannsóknunum kynnast, fer líkt og próf. Haraldi Níelssyni, að þeim finnst, sem þarna opnist nýir mögu- leikar til að skilja frumkristnina og þann furðuheim krafta- verkanna, sem elztu söfnuðir kristninnar lifðu í. Jón Auðuns.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.