Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Page 47

Morgunn - 01.12.1953, Page 47
MORGUNN 125 fremur en hvert annað hræ. 1 svefninum grét ég loks og vaknaði. Síðan hefur þessi draumur ekki við mig skilið. Um leið og ég vaknaði, mundi ég, að lík skáldsins hafði verið flutt heim og jarðað hér, en í svefnrofunum var sem túlk- un draumsins væri skotið í huga mér, og ég mundi gömul samtöl við Kamban, þegar hann sagði: „Það tekur svo sem 50 ár að koma minum verkum á framfæri." Hann hafði ekki eingöngu í huga listgildi þeirra, heldur einnig eða jafnvel öllu fremur þær hugsjónir menningar og friðar, sem þau áttu að túlka. Um leið og ég vaknaði, var þetta lifandi fyrir mínum hugskotssjónum og einnig að stofna skyldi Kambansfélag og reisa Kambansleikhús í Reykja- vík. Hugmyndinni hef ég nú komið á framfæri við formann Leikfélags Reykjavíkur, er sagði mér að Guðmundur Kamban hefði einmitt bent á að lóð sú í Reykjavik, sem félagið nú falast eftir, væri heppileg fyrir leikhús. Reykjavik, 13. nóvember 1953. Jón Leifs. Aðrir. Sálmur, þýddur af séra BÖÐVARI BJARNASYNI. ★ Einna kunnust þeirra, er við sálrænar lækningar fást nú á tímum, er frú P. Parish í London. Margir hérlendir menn hafa snúið sér til hennar með beiðni um hjálp. Hún svarar öllum þeim, sem skrifa henni, setur þeim fyrir

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.