Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Side 48

Morgunn - 01.12.1953, Side 48
126 MORGUNN ákveðnar bæna- og hugleiðingastundir og sendir þeim ensk- an sálm sem fyrirmynd þeirra bæna, er hún óskar að sjúkl- ingarnir biðji. Þennan sálm hafði séra Böðvar Bjarnason, prófastur á Hrafnseyri, þýtt nokkuru fyrir andlát sitt. Séra Böðvar var einkar ljóðhagur maður. Hann sendi Morgni þessa sálmsþýðing sína, þótt dregizt hafi að birta hana fyrr en nú. Láttu mig, Drottinn, lifa þér. Láttu mig gleyma sjálfum mér. Kenn þú mér æ, hvers biðja ber í bænunum fyrir öðrum. Styrk þú mig æ að starfa hér. Starfa mig lát til dýrðar þér. Tendraðu helga tryggð hjá mér, tryggð við að þjóna öðrum. Sjálfselsku mína sefa í mér, svo að hún aldrei lýsi sér, sízt, þegar fram ég bljúgur ber bænirnar fyrir öðrum. Þegar mín ævi þrotin er, og þú felur nýju störfin mér, lát mig í auðmýkt líkjast þér: líkna og hjálpa öðrum. öðrum að þjóna, eins og ber, einkenni líf mitt þar og hér. Láttu mig alltaf líkjast þér, lifað svo geti eg öðrum.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.