Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Side 51

Morgunn - 01.12.1953, Side 51
MORGUNN 129 garði, en þegar ég er að fara fram hjá garðinum, þá þykir mér að einhver kalli til mín úr garðinum: „Komdu og talaðu við mig.“ Mér þykir ég líta við og sé hvar gamli maðurinn situr á leiðinu sínu. „Dautt og lifandi á ekki saman, Lárus minn,“ sagði ég. „Vinir sjást alls staðar,“ segir hann, og með þessu sigraði hann. Ég brá mér yfir í garðinn og settist á leiðið hjá honum. „Já, — þú hefur nú frétt, hvernig það gekk, þegar ég flutti frá Tóftunum.“ „Ja — jæja, ég hef nú ekki mikið frétt af því, enda er ég nýkominn heim að vestan.“ „Það gekk nú svona og svona,“ segir hann, „vargarnir rifu eigur mínar, svo hörmung var á að horfa, en ég ætlaði þér alltaf nokkuð af þessu,“ og um leið tekur hann upp gull í könnu og segir: „Ég ætla að gefa þér þetta, Pétur minn, og láttu það nú ekki, þér mun ekki veita af því, þegar þú kemur til Reykja- víkur.“ „Ég ætla aldrei til Reykjavíkur," sagði ég. Þá þykir mér gamli maðurinn horfa skrýtilega til mín, og segja: „Það veit enginn, hvert maður flækist, meðan maður lifir á þessari jörð.“ Við þetta hrökk ég upp og var þá komið undir dag. Ég fór nú að kynna mér, hvernig það hefði verið með hagi gamla mannsins, áður en hann skildi við, en síðan var rúmt ár. Kunningjar mínir sögðu svo frá, að allt, er hann átti, hefði verið boðið upp og selt, þegar eftir andlát hans, og var þessu lokið áður en útför hans fór fram. Hann orðaði þetta svona: „Vargarnir rifu eigur mínar, svo hörmung var á að horfa.“ Heimkoma. Árið 1917, eða nánara tilgreint síðari hluta febrúar, var ég við nám í Stýrimannaskóla Reykjavíkur. Ég hafði mikið að lesa og gera í sambandi við námið. Kvöld eitt um átta- leytið fór ég að fást við reikningsdæmi, sem mér hafði ekki tekizt að leysa, meðan ég var í skóianum, svonefnd tveggja tíma dæmi. Eftir um það bil tvo klukkutíma hafði k. 3

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.