Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Page 53

Morgunn - 01.12.1953, Page 53
MORGUNN 131 var, kom í dyrnar, gekk þessi maður þegar til móts við hann, tók í báðar hendur hans og mælti um leið: „Vertu velkominn, vinur minn, í fögnuð herra þíns,“ og er hann hafði svo mælt, leiddi hann samferðamann minn inn í sal- inn. En ávarpsorð þessi voru sögð með ósegjanlegri ástúð og vinarhyggð, sem mér er ekki unnt að lýsa. Þegar hann hafði fylgt samferðamanni mínum inn i salinn, heyrði ég hvern af öðrum hrópa: „Velkominn, velkominn, Konráð.“ Lengi á eftir ómuðu þessi orð í huga mínum, samúðin og hlýjan, sem virtist felast í þeim. Allt í einu vaknaði ég, svo að draumurinn varð ekki lengri. Daginn eftir átti ég símtal við konu mína, en hún var þá vestur í Stykkishólmi, og segir hún mér þá meðal ann- ars: „Hann Konráð Konráðsson andaðist klukkan ellefu í gærkvöldi,“ en hann var sá, er um skeið var samfei’ða mér í draumnum. Ég þekkti mann þennan náið frá fyrri árum, höfðum stundum verið saman. Hann var dugandi sjómaður og ágætis félagi í sínum hópi, en sumum virtist hann nokkuð hrjúfur í orði annað veifið, og vafalaust hefðu ýmsir sam- ferðamanna hans naumast gert sér í hugarlund að hann myndi hljóta svo ástúðlegar viðtökur að lokinni jarðlífs- vist, en þær voru ósegjanlega yndislegar og liugðnæmar eftir því, sem ég skynjaði þær. Sennilega þekktu þeir betur, sem buðu hann velkominn, heldur en við jarðnesku mennirnir, hvað hans innri maður hafði að geyma. Guðrún frá Langadal. Einu sinni, eftir að ég var kominn til Reykjavíkur, átti ég við ýmsa örðugleika að etja, enda var ómegðin tals- verð. Þá dreymir mig einu sinni, að til mín komi þrír vinir mínir, og ég vissi með einhverjum hætti að þeir voru frá öðrum heimi, þó að þeir hefðu ekki orð á því. Þeir báðu mig um að koma út með sér, þeir ætli að sýna mér dálítið. Ég þykist fara út úr íbúðinni með þeim. Þá tekur

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.