Morgunn - 01.12.1953, Síða 54
132
MORGUNN
einn þeirra fyrir annað auga mitt og segir: „Hvað sérðu
nú, Pétur?“ „Ég sé tvennt," segi ég, „ég sé klaka og snjó,“
eins og átti nú að vera á jörðinni þá, „en svo sé ég blóm
og fegurð með hinu auganu,“ sem hann hafði tekið fyrir.
„Svona sjáum við þinn heim,“ segir hann. Við vorum nú
komnir að stórum vegg, að mér fannst, en hann segir mér
að þetta sé aðeins tjald, ég skuli reyna að hugsa mér það
í sundur, þá fái ég að sjá dásamlega hluti. Ég sezt niður
þar, sem hann bendir mér, mér fannst sætið vera venju-
legur steinn, og fór nú að reyna til að hugsa tjaldið i
sundur, en mér gengur það ekki vel, mér fannst annað
veifið að ég fengi ekki gert það, nema því aðeins að nota
hníf til þess, en ég hélt áfram að beita hugsun minni að
þessu, eigi að síður. Að lokum rofnar það og þá blasir
við augum mínum nýr og dásamlegur heimur, en athygli
mín beinist framar öðru að yndisfagurri konu, sem mér
virtist fara þar með stjórn. Hún var fögur yfirlitum, og
svo björt var þessi kvenvera og Ijósið mikið umhverfis
hana, að við lá að ég fengi glýju í augun. Ég hálf hvíslaði
að þessum kunningja mínum, sem hjá mér var: „Heyrðu,
hver er þessi fagra kona?“ En með sjálfum mér hugsaði
ég að þetta kynni að vera María mey, og var sú hugsun
mín sprottin af fegurð hennar og yndisleika. Hann sagði,
að því er mér fannst, dálítið höstuglega: „Þetta er hún
Guðrún frá Langadal.“ Við þetta vakna ég.
Nokkurum dögum seinna hittist svo á, að ég var að
vinna atvinnubótavinnu, og vildi þá svo til, að ég hitti þar
gamlan húsbónda minn, en þegar ég var 11 ára, hafði ég
verið smali hjá honum. Hann var nú kominn til Reykja-
víkur í sæluna, og hafði hann fengið dýrtíðarvinnuviku.
Þá spurði ég hann um þessa Guðrúnu frá Langadal, en
hún hafði verið hjá honum. Sagði hann mér þá nokkuð
úr ævisögu hennar, sem var að miklu leyti átakanleg
raunasaga. Hún var vel gefin kona, hafði gifzt og voru
þau hjón í góðum efnum, en svo missti hún mann sinn
og var þá öllu skipt, heimilið leystist upp og hún missti