Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Page 55

Morgunn - 01.12.1953, Page 55
MORGUNN 133 allar eigur sínar og komst á vonarvöl. Þessir erfiðu við- burðir urðu henni svo þungt áfall, að hún varð sturluð, og meðferðin var þá slík, að hún var bundin niður, og hefur sennilega verið svo um nokkur ár, en afleiðing þeirrar meðferðar varð sú, að hún krepptist um hnén og gat aldrei í fæturna stigið þau þrjátíu ár, sem hún lifði eftir það. En frá því fólki, er hún var þá hjá, fluttist hún til þessa manns og var hjá honum og naut þar góðrar meðferðar, og þá var sturlun hennar lokið. Þessi síðasti húsbóndi hennar, Lýður Ulugason, lýsti henni svo, að hann hefði aldrei þekkt göfugri konu. Það var þessi kona, er ég sá í draumnum, handan við tjaldið. Hún hafði verið þjáninga- og þrautabarn mikinn hluta ævi sinnar hér í heimi, en nú var orðin breyting á högum hennar. Þegar mig dreymdi drauminn, munu hafa verið liðin um tuttugu ár frá andláti hennar.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.