Morgunn - 01.12.1953, Síða 64
Prófessor J. B. RHINE skrifar um
REIMLEIKA.
★
„Ny Horisont'1 heitir tímarit, sem nýlega hóf göngu sina i Dan-
mörk, og er því ætlað að fjalla um hina nýju heimsmynd í náttúru-
vísindum, sálarfræði og heimspeki. MORGNI hafa borizt tvö fyrstu
eintökin, og af þeim má ætla að tímarit þetta verði mörgum Islend-
ingum aufúsugestur. Það er prýðilega læsilegt og kemur víöa við.
I 2. tbl. er grein sú eftir próf. Rhine, sem hér fer á eftir. Próf. Rhine
er forystumaður um sálarrannsóknir þær, sem kallast parapsychologi
og fjalla um margs konar sálræn fyrirbrigði, og hefur rekið víð-
tækustu rannsóknir, sem enn hafa verið reknar á fjarhrifunum,
telepathie. 1 grein þessari skrifar hann um reimleikana, afturgöng-
urnar, og bendir á ýmsar leiðir til aö skýra þau fyrirbæri.
Þegar menn fara að sjá það, sem aðrir sjá ekki, eru þeir
ýmist kallaðir sjáendur eða geðsjúklingar. Þó þarf hvorugt
að vera, því að margir fullkomlega venjulegir og heil-
brigðir menn votta, að þeir hafi séð ýmis konar sýnir.
Fyrir fjármálamann nokkurn frá Dallas í Texas bar þessa
athyglisverðu sýn:
Var það draumur, sem iók á sig
fasia mynd?
Kvöld nokkurt, þegar hann ætlaði að fara að hátta,
var frískur og leið að öllu leyti vel, heyrði hann að hand-
fangið á svefnherbergishurðinni var hreyft, og þegar hann
leit upp, sá hann föður sinn koma inn í herbergið. Þótt
faðir hans ætti heima í Kaliforníu og hlyti þess vegna
að hafa ferðazt allan daginn, var hann enn í vinnufötum
sínum. Sonur hans tók eftir því, að blýantur og tommu-