Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Page 65

Morgunn - 01.12.1953, Page 65
MORGUNN 143 stokkur stóðu upp úr vasanum á vinnufötunum, sem voru venjulegur samfestingur (over-all). Gamli maðurinn gekk rólega þvert yfir gólfið og rétti syni sínum höndina. Son- urinn ætlaði naumast að trúa eigin augum sínum en stóð upp og tók í hönd föður síns. Hann fór að segja eitthvað, en fyrr en hann vissi af dróst höndin úr hendi hans og sýnin var horfin. Meðan hann stóð á gólfinu þrumu lost- inn var dyrabjöllunni hringt. Þetta var símskeyti frá Kali- forníu um að faðir hans hefði skyndilega látizt af hjarta- slagi. Fyrsta spurningin verður e. t. v. sú, að hve miklu leyti maðurinn hafi raunverulega séð föður sinn, eða hvort hann hafi ímyndað sér þetta svo sterklega, að undirvit- und hans hafi kallað fram þessa mynd. Eða m. ö. o., hvort hann hafi ekki blátt áfram orðið fyrir skynvillu. Var þessi sýn beinlínis brot af draumi, sem tók á sig fasta mynd, sem vökuvitund hans skynjaði? Það er hægt að framkalla skýrar skynvillur með því að neyta áfengis, vissra lyfja, eða með dáleiðslu. Það er algengt að ofdrykkjumenn sjái ýmsa óhugnanlega hluti, eins og t. d. skríðandi dýr. Dáleiddur maður stendur tyrir framan auðan vegg, og þá er hægt að láta hann sjá hverja þá mynd á veggnum, sem dávaldurinn skipar honum að sjá. Eins getur það komið fyrir, að glaðvakandi maður, sem ekki er undir neinum sérstökum áhrifum, sjái öðru hvoru hluti, sem alls ekki eru raunverulegir. Um sýn mannsins frá Dallas er það að segja, að faðir hans dó alls ekki í vinnufötunum, sem sonur hans sá hann klædd- an í. En þegar sonurinn sá hann, klæddi undirvitund hans föður hans óðara í búning, sem hann þekkti vel á föður sínum. Af þessu atviki er ekki óhjákvæmilegt að draga þá ályktun, að nokkur hafi raunverulega staðið við rúmið, þótt ekki sé hins vegar unnt að neita því fullkomlega. En það eru til önnur atvik, sem erfiðara er að skýra sem skynvillu.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.