Morgunn - 01.12.1953, Page 66
144 MORGUNN
Óivíræður raunveruleiki?
Hinn kunni únítaraprestur, dr. Louis heitinn Cornish,
sagði mér frá því, að nokkrir vina hans hefðu orðið fyrir
slíkri reynslu. Frú ein og dóttir hennar og bifreiðarstjór-
inn þeirra komu í heimsókn í byggðir Shaker-trúflokksins
í Massachusetts. Þegar þau voru að stiga út úr bifreið-
inni fyrir framan byggingu eina, gekk fram hjá þeim
ókunn kona, sem bar þan klæðnað, sem Shaker-trúflokk-
urinn bar fyrr á tímum. Konan gekk inn í bygginguna
og þetta vinafólk dr. Cornish gekk á eftir henni þangað.
En þegar inn var komið var ókunna konan þar ekki, og
mæðgurnar spurðu, hver hún væri. ,,Ó, þetta hefur verið
systir Ellen,“ var svarað, „hún kemur hingað alltaf öðru
hvoru til að heimsækja okkur.“
Þegar þrír sáu samtímis það, sem venja var þarna að
kalla afturgönguna Ellen, var þá raunveruleiki þarna á
ferðinni, raunveruleiki, sem sjóntaugin hafði gripið, eða
voru þau öll þrjú svo hrifnæm, að það, sem eitt þeirra
sá, hlutu einnig hin að sjá um leið? Það er erfitt að rök-
styðja þá skýringartilgátu.
Sefjun?
Það er ekki auðvelt að fá mig til að trúa því um minn
mikilsvirta kennara og fyrrv. yfirmann, próf. William Mc
Dougall, að hann hafi auðveldlega orðið fyrir sefjunar-
áhrifum. Ég veit, að svo var ekki. Hann sagði mér þessa
sögu:
Hann hafði setið á vísindamannafundi í Dublin og gekk
dag nokkurn með einum félaga sinna til að skoða um-
hverfi borgarinnar. Á einum stað, þar sem bugða kom
á veginn, sáu þeir báðir flokk hermanna, sem klæddir
voru gamaldags einkennisbúningum. Þeir brutu heilann
um, hvort þessir menn væru aðstoðarmenn við einhverjar
leiksýningar, eða hvort þeir væru að fara á grímudans-