Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Page 69

Morgunn - 01.12.1953, Page 69
„Og enginn yðar spyr mig: Hvert fer þú?“ Flutt á mxnningafundi látinna í S.R.F.l. ★ 1 skilnaðarræðunni, sem Jóhannesarguðspjall segir oss að Jesús hafi flutt lærisveinunum síðasta kveldið, sem hann var með þeim í jarðneskum líkama, eru mörg um- mæli hans um hina nálægu burtför af þessum heimi, sem vel eru fallin til hugleiðinga, þegar vér minnumst látinna vina. Ein af þeim ummælum hef ég lagt til grundvallar fyrir orðum mínum til yðar í kvöld, en þau eru þessi: „En nú fer ég burt til hans, sem sendi mig. Og enginn yðar spyr mig: Hvert fer pú? — Jieldur hefur hryggð fyllt hjarta yðar, af því að ég hef taZað þetta við yður.“ Þessi orð Jesú geyma dýrmæta bending, sem vér gæt- um vissulega oft ekki eins og skyldi. Hann ætlaðist til þess af lærisveinum sínum, að þeir láti ekki hryggð fylla hjarta sitt, er þeir missa hjartfólginn vin yfir landamæri hins sýnilega og hins ósýnilega, heldur spyrji þeir: „Hvert fer þú?“ Teljum vér oss ekki vera lærisveina hans, eða langar oss ekki til að mega teljast það? Og mun hann þá ekki ætlast til þessa af oss? En fer ekki flestum mönnum líkt við ástvinamissi og lærisveinum Jesú fór forðum, þegar hann sagði þeim, að stundin væri komin og að hann ætti að hverfa þeim sýnilegum návistum, að hryggð fyllir hjarta þeirra, og þeir gefa sig sorgarástríðunni á vald, í stað þess, að gleyma

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.