Morgunn - 01.12.1953, Síða 69
„Og enginn yðar spyr mig:
Hvert fer þú?“
Flutt á mxnningafundi látinna í S.R.F.l.
★
1 skilnaðarræðunni, sem Jóhannesarguðspjall segir oss
að Jesús hafi flutt lærisveinunum síðasta kveldið, sem
hann var með þeim í jarðneskum líkama, eru mörg um-
mæli hans um hina nálægu burtför af þessum heimi, sem
vel eru fallin til hugleiðinga, þegar vér minnumst látinna
vina.
Ein af þeim ummælum hef ég lagt til grundvallar fyrir
orðum mínum til yðar í kvöld, en þau eru þessi:
„En nú fer ég burt til hans, sem sendi mig. Og enginn
yðar spyr mig: Hvert fer pú? — Jieldur hefur hryggð
fyllt hjarta yðar, af því að ég hef taZað þetta við yður.“
Þessi orð Jesú geyma dýrmæta bending, sem vér gæt-
um vissulega oft ekki eins og skyldi. Hann ætlaðist til
þess af lærisveinum sínum, að þeir láti ekki hryggð fylla
hjarta sitt, er þeir missa hjartfólginn vin yfir landamæri
hins sýnilega og hins ósýnilega, heldur spyrji þeir: „Hvert
fer þú?“
Teljum vér oss ekki vera lærisveina hans, eða langar
oss ekki til að mega teljast það? Og mun hann þá ekki
ætlast til þessa af oss?
En fer ekki flestum mönnum líkt við ástvinamissi og
lærisveinum Jesú fór forðum, þegar hann sagði þeim, að
stundin væri komin og að hann ætti að hverfa þeim
sýnilegum návistum, að hryggð fyllir hjarta þeirra, og
þeir gefa sig sorgarástríðunni á vald, í stað þess, að gleyma