Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Side 70

Morgunn - 01.12.1953, Side 70
148 MORGUNN sjálfum sér, eigin söknuði og einstæðingsskap, hugsa um hag látna vinarins eingöngu og hugleiða með rósemi og stilling þessa spurning: Hvert fer þú? Eða er það ekki þetta, sem mestu máli á að skipta þau augnablikin: Hvert fór vinur minn? Varð þessi breyting honum til blessunar og bóta? Verður hann auðugri við að hverfa héðan burt? Verður hamingja hans meiri fyrir það, að hann er farinn af þessum heimi? Við þessum spurningum höfum vér spíritistar fengið svar, og félag voi’t hefur það að einu sínu aðal mai’kmiði, að kenna mönnunum, þegar harmur ástvinamissisins fer um sál þeirra, að stilla sorg sína og spyrja: Hvert fer þú? ,,En sá, sem hyggst að standa, gæti að sér, að hann falli ekki,“ segir Ritningin. Vora öi’uggu þekking og vissu verð- um vér spíritistar að sýna, þegar kallið mikla kemur að oss og ástvinum vorum, annars getum vér ekki boðað það mikla mái, sem féiag vort felur oss til að flytja. „Hvert fer þú?“ Þýðir nokkuð að spyrja þannig? segja menn við oss. Er það ekki einmitt á þessum kletti að mannleg þekking brýtur bát sinn í spón? Er þetta ekki skerið, sem allir sti'anda við, vitrir jafnt og óvitrir? Efasemdirnar um þetta koma úr tveim áttum, og er hvorug þeiri’a á rökum reist. 1 fyrsta lagi koma efasemdirnar um að spurningunni: „Hvert fer þú?“ verði svarað frá ýmsum kirkjunnar mönn- um, lærðum sem leikum. Þessum mönnum má augljóslega svara svo: Ef það er rétt, sem sjálf heilög Ritning hermir með mörgum skýrum dæmum, og margir af beztu mönnum og konum kristninnar hafa síðan vottað af eigin reynslu, að framliðnir menn hafi komið aftur yfir landamærin til jarðnesku vinanna, verið sýnilegum samvistum við þá og talað við þá, svo framarlega sem vér tökum þennan vitnis- burð Ritningarinnar og annarra votta allra alda gildan, og það hljóta aiiir kirkjunnar menn að gera, ef þeir eru sjálfum sér samkvæmir, þá á líka að vei’a til þess nokkur

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.