Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 75
MORGUNN
153
Raunar er hið fornhelga orð í fullu gildi: „Það, sem
maðurinn sáir, það mun hann og uppskera." Það ætti
enginn að vera sannfærðari um en vér spíritistar, svo
marga alvarlega aðvörun í þeim efnum teljum vér hafa
til vor borizt frá þeim, sem yfir landamærin eru farnir
og hafa orðið fyrir mikilli reynslu í þeim efnum. En hitt
vitum vér einnig, að með ósegjanlegri nærfærni og mjúk-
hentri mildi er tekið á móti sálinni, þegar hún er að stíga
fyrstu sporin yfir landamærin og er að venjast hinum
nýju lífsskilyrðum, sem að mörgu leyti eru mjög frábrugð-
in hinum jarðnesku. Ekki fáir framliðnir menn hafa sagt
frá þeirri reynslu sinni, að þegar eftir andlátið hafi þeir
séð eins og í samfelldum myndum svífa fyrir sjónum sínum
allt hið liðna líf þeirra á jörðunni, og að sú sýn hafi bakað
þeim lítt bærilega kvöl, svo að heimkoman hafi því verið
þeim allt annað en fagnaðarefni. Ég er ekki í neinum
vafa um, að slík er reynsla margra, og að þeir menn, sem
fyrir henni verða, munu þrá það ákaft að þeir gæti verið
komnir til jarðarinnar aftur til þess að lifa þar í gamla
umhverfinu við jarðneskar nautnir, kvíðalausir um kom-
andi dag. Þetta er í samræmi við það, sem vér teljum oss
vissulega vita um afdrif sumra látinna manna, og þetta
er í samræmi við það, sem Kristur sagði oss sjálfur um
manninn, sem forðum vaknaði hinu megin grafarinnar
og ,,hóf upp augu sín í helju, þar sem hann var í kvölum“.
En eftir því, sem ég hef kynnt mér það, sem sálarrann-
sóknirnar hafa fram að flytja um þetta mikla mál, hef
ég færzt þeirri skoðun nær, að lang flestum mönnum
veiti dauðinn mjúka hvíid og mikla ástúð og aðhlynning,
meðan sálin sé að njóta hvíldarinnar og læi’a að skynja
nýja heiminn og venjast honum, og að þá fyrst, er því er
lokið, fari afleiðingar jarðlífsbreytninnar að koma yfir
hana, þá fyrst stígi hún byrjunarsporin að yfirbótargöngu
sinni, sem bæði getur orðið löng og torsótt, ef mikið er
að afplána og margt þarf að bæta. Á þeirri yfirbótar-
göngu verða þar eins og hér hinir síðustu oft fyrstir og