Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Page 80

Morgunn - 01.12.1953, Page 80
Nýstárlegar tilraunir ★ Nýlega hefur W. H. C. Ten Haeff verið skipaður prófes- sor í sálarrannsóknum, parapsychologie, við háskólann í Utrecht í Hollandi, en einkum undir leiðsögu hans hafa verið gerðar nýstárlegar tilraunir með hollenzka miðilinn Gerard Croiset. Þessar tilraunir hafa verið gerðar við strang-vísindaleg skilyrði, og hafa miðað að því að fá lýsingar af væntanlegum fundargestum á fundi, sem síðar átti að halda. Fundur er ákveðinn vissan dag, en nokkuru áður en halda skal fundinn er miðlinum fengin í hendur grunnflatarmynd af fundarsalnum, þar sem sætin eru merkt með tölustöfum. Bendir tilraunamaðurinn þá á eitt- hvert sætið, spyr miðilinn, hver muni sitja þar á væntan- legum fundi og hvað sé um þann fundargest unnt að vita, og miðillinn leysir úr spurningunum, — eða miðillinn bendir sjálfur á einhver sætin og segir óspurður frá, hver muni sitja þar á væntanlegum fundi. Þarna er um að ræða hvorttveggja, skyggni og vitneskju um hið óorðna. Slíka tilraun hefur próf. Ten Haeff gert með fund, sem 150 manns sátu. Tveim tímum fyrr en fundinn skyldi halda skrifaði prófessorinn í fundabókina lýsingar miðilsins af nokkurum væntanlegum fundargestum og innsiglaði bók- ina að því loknu. Fundarsalurinn var opnaður, fólkið streymdi inn og settist. Prófessorinn kom inn í salinn, braut upp innsiglið á bókinni, kallaði til sín fólkið, sem sat í stólunum, sem miðillinn hafði áður sagt frá, og árang- urinn var furðulegur. Stundum hefur það komið fyrir, að miðillinn hefur einskis getað orðið var í sambandi við vissa stóla, sem

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.