Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Side 82

Morgunn - 01.12.1953, Side 82
160 MORGUNN Kvöldið eftir var fundurinn haldinn. Fólk streymdi inn í fundarsalinn og settist. Allt reyndist vera eins og Croiset sagði fyrir. Á síðasta sumri var haldið þing í Utrecht fyrir áhuga- menn frá ýmsum löndum um sálræn efni. Tilraun var þar gerð í þessa áttina með Croiset. Sætin höfðu áður verið tölusett, en enginn gat ráðið, hvar hann sat, því að við inngöngudyrnar drógu menn um sætin. Áður hafði miðill- inn lýst því fyrir próf. Ten Haeff, hverjir mundu sitja í nokkurum sætanna. Menn urðu undrandi yfir árangrinum. Þessum nýstárlegu tilraunum verður haldið áfram. — Sennilega verður um þær rætt á alþjóðaþingi spíritista í Amsterdam á komanda sumri og getur MORGUNN þá væntanlega sagt nánara frá þeim. Flestar tilraunir manna með sálrænt fólk hníga í þá áttina að reyna að ná sambandi við framliðna. En margar fleiri hliðar eru á miðilsgáfunni, sem engu síður er girni- legt til fróðleiks um mannssálina að leggja stund á. Jón Auðuns.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.