Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 50

Morgunn - 01.06.1947, Side 50
Eftirtektarverðir hlutir. Guðrún Jónsdóttir að Hrísum í Eyjafirði var fædd 6. ágúst 1862, en dáin 26. nóv. 1934. 1 maí árið 1937 pantaði dóttir hennar, frk. Lilja Benjamínsdóttir, steinhellu hjá legsteinasmið á Grettisgötunni, átti hún að vera fullbúin í júlí, þá ætlaði hún með hana norður að Saurbæ í Eyjafirði, og leggja hana á leiði móður sinnar. Hún gekk frá öllu við legsteinasmiðinn um það, hvað ætti að standa á hell- unni — en það var bæði fæðingar og dánardagur, auk annars. En nóttina eftir að hún hafði gengið frá þessu við smiðinn, dreymir hana móður sína, og vaknar kl. 6 um morguninn við það, að henni þykir móðir sin segja við sig: „Lilja mín, þú sagðir ekki rétt, þú sagðir 11. desember, en það á að vera 26. nóvember." Lilja var svo viss um að hafa sagt rétt til, bæði um fæðingar- og dánardag, að hún gaf þessu lítinn gaum. Þó kom draumurinn oft í huga hennar, og sagði hún bróður sínum frá honum, en samtímis, að sér hefði aldri hvarflað í huga 11. des. Hún væri viss um að hafa sagt smiðnum rétt. En þar kom að, er hún ætlaði eitt sinn niður í bæ, að henni var einhvemveginn skipað að fara inn á Grettis- götu. Og hún segir við legsteinasmiðinn, hvort það sé ekki áreiðanlegt, að hún hafi sagt honum að móðir sín hefði dáið 26. nóvember? Legsteinasmiðurinn, sem ekki var þá byrjaður á hellunni, fór að athuga, hvað hann hefði skrifað í bókina, sem hann átti að fara eftir. En viti menn, þar stóð ekki skrifað 26. nóv., heldur 11. desember. Hvernig sem á þeirri misritun hefir staðið. En legsteina- smiðurinn sagði að þetta væri ekkert einsdæmi. Þeir dánu vissu, hvað liði hér á jörðunni. Guðrún Stefánsdóttir. frá Fagraskógi.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.