Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 80

Morgunn - 01.06.1947, Side 80
Sálræn fyrirbrigði með frumstæðum þjóðum tJr erindi eftir Einar Loftsson. Hugsanciflutningur og skyggni. Vér skulum þá fyrst virða fyrir oss nokkur þessara fyrirbrigða, þar sem hugsanaflutnings- og skyggnihæfileika virðist gæta mest í atvikum þeim, sem frá er skýrt, en þó hér sé vitanlega um tvo aðgreinda sálræna hæfileika að ræða, er óhjákvæmilegt að nefna þá saman með fyrir- brigði þau í huga, er frá verður skýrt, enda oft örðugt að greina á milli, hvors hæfileika gætir meir Sannleikurinn er sá, að einatt hefir reynst örðugt, jafnvel þó að um vel sönn- uð atvik sé að ræða, er gerast mitt á meðal vor, hvort um raunverulega skyggni sé að ræða eða aðsendar táknmyndir og hinn nafnkunni fræðimaður, Gurney, fann oft ástæðu til að benda á „hugsanaflutningsskyggni", og hinn skarp vitri gagnrýnandi, Theodore Besterman, komst að þeirri niðurstöðu, að mikið af því, sem venjulega er talið stafa af hugsanaflutningi, sé í eðli sínu fremur skyggni. Til að byrja með, tel ég rétt að taka hér upp fáeinar setningar úr grein eftir J. Shepley Part, M.D., síðar aðstoð- armanns nýlendustjórnarinnar á Gullströndinni í Afríku. Hann segir svo: „Þegar ég lagði upp í fyrstu Afríkuferð mína, held ég að fáir menn hafi verið öllu sneiddari trú á sálræn fyrirgrigði en ég, sýnir svipa og dulrænar skynjanir voru fjarstæða ein í huga mínum. j£g hafði að vísu oft

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.