Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Side 13

Morgunn - 01.06.1949, Side 13
MORGUNN 7 \ Um hans og yfirburðum sem rithöfundar og vitmanns þakka, að yfir alla erfiðleika byrjunaráranna var kom- izt. Um áhrif MORGUNS á andlegt lif þjóðarinnar verður hér ekki dæmt, en ef ekki tekst því verr til á framtíð hans nú að vera trygg, og kaupendafjölda hefir hann nú meiri en nokkru sinni fyrr. En félagsfólkinu vil ég nú samt benda á það, að oss ríður það á miklu, að allir unnendur máls- ins geri sitt til að breiða ritið út, benda öðrum á það, og vitanlega að kaupa það sjálfir. Þá er þriðja hliðin á starfinu enn ónefnd, en það er miðlastarfsemin. 1 byrjun litu forgöngumennirnir svo á, að félagið ræki ekki miðlastarfsemi sjálft, heldur veitti öðrum stuðning til að reka slíka starfsemi. Fræðslustarfið lá mönnum þá i mestu rúmi, svo mikið var óunnið á því sviði. En þegar fram í sótti, varð ekki hjá því komizt, að reyna að finna rniðla og æfa þá til þess að gefa félagsfólkinu og öðrum kost á að kynnast fyrirbrigðunum af eigin reynd. Fyrsti miðillinn, sem á vegum félagsins starfaði, var enski miðillinn Vout Peters. Hann kom til Reykjavíkur haustið 1920 og hélt 10 skyggnifundi fyrir almenning (þar af einn fyrir Guðspekifélagið) og 19 einkafundi. Árið 1922 var svo skipuð nefnd 7 kvenna og karla til þess að athuga möguleikana fyrir því, að fá innlenda miðla. En í janúarlok 1924 kom hingað í boði félagsins danski miðillinn Einer Nielsen og hélt um tuttugu fundi á veg- um félagsins. Hefir hann, eins og kunnugt er, komið hing- að í boði Sálarrannsóknafélags Islands tvívegis síðan, og niiklum fjölda fólks þannig gefist kostur á að sitja fundi hans. Þriðja erlenda miðilinn, sem gestur hefir verið fé- lags vors, má telja fiðlusnillinginn heimsfræga, Florizel v°n Reuter, sem raunar kom hingað fyrst og fremst til að flytja tónleika, en talaði á félagsfundi hjá oss og hafði nokkra fundi fyrir fáeina menn, og flutti auk þess opin- hert erindi í Nýja Bíó. Þá kom hingað til landsins fyrir tveim árum enski miðillinn og rithöfundurinn Horace

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.