Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Side 59

Morgunn - 01.06.1949, Side 59
MORGUNN 53 líkama sinn, sál og anda, vera í sátt við sjálfan sig, Guð sinn, náunga sinn og náttúruna. Þá fyrst er maðurinn kominn á það stig, sem leiðir til andlegs þroska. Þá kem- ur hinn andlegi friður yfir manninn og ró, sem enginn getur frá honum tekið, — og hvað vantar manninn meira en einmitt þennan frið, — frið Guðs? Komi hann, þá er allt fengið. Guð gefi, að svo megi verða um heim allan. 1 fornsögum okkar úir og grúir af draumum, sem oft rættust nákvæmlega, og ennþá rætast draumar margra manna, ef eftir þeim er tekið. En þá er ég kominn að því, sem furðulegast er, að svefnástand mannsins, eða undir- vitund hans, sem þá hefur yfirráðin, skuli geta birt honum hluti, sem hin daglega vitund veit ekkert um, skuli geta látið anda mannsins svífa yfir höf og lönd og sjá dásemdir, sem ekkert auga hefur séð, og heyra raddir, sem ekkert eyra hefur heyrt. Er þetta ekki dásamlegt? Er þetta ekki þess virði, að eft- ir því sé tekið? Sýnir þetta okkur ekki, hve þekking okkar á þeim öflum og hæfileikum, sem með okkur búa, er smá? Ég skal ekki fara langt út í þessa hlið málsins. Það er verkefni vísindamanna framtíðarinnar að opna dyrnar að þeim dásemdum og leyndardómum, sem á bak við þetta dyljast. Þá kem ég að sýnunum eða vökufyrirburðnum. Um það efni hefur mikið verið fært í letur hér á landi, og þó er hitt sjálfsagt miklu meira, sem óskráð er og gleymt. Fyr- irburðir eru svo margsannaðir, að ekki er hægt að mót- mæla þeim af nokkru viti, og þeir einir munu gera það nú orðið, sem ekki þora að horfast í augu við sannleikann. „Nú dó Pétur amtmaður.“ Ég var átta ára gamall, er ég fluttist með foreldrum mínum frá Fornhaga í Hörgárdal að Naustum við Akur- eyri, og nú eru 76 ár síðan. Ég hef liklega verið á 10.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.