Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 63

Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 63
MORGUNN 57 um nóttina. Það fólk, sem heima átti á Akureyri, fylgdist með mér inn eftir, og seinustu manneskjurnar, sem ég skildi við, voru börn Friðbjarnar heitins Steinssonar. Þá átti ég eftir að ganga einn upp að Hömrum, og er það löng bæjarleið. Ég hélt nú sem leið lá suður fjöruna og upp á neðri brekkuna. Þar var svarðarhlaði, sem fluttur hafði verið þangað um haustið. Ég geng svo þaðan og upp á vallargarðinn á Naustum. Sá ég þá eins og Ijósstólpa suður á túninu. Við nánari athugun virtist mér hann taka á sig mannsmynd. Ég horfði á þetta litla stund og er að furða mig á, hvað þetta geti verið. Nú fer ég aftur niður að hlaðanum, bíð þar augnablik, en þá er eins og að mér sé hvíslað: haltu áfram ferð þinni, ef þú sér þetta ekki aftur á sama stað, hefur það ekki verið neitt. Þá minntist ég allt í einu þess, að uppi stendur lík af ungri stúlku á Naustum. Ég þekkti hana vel, en nefni hér ekki nafn hennar. Mér datt þá í hug, að verið gæti að ljósið, sem haft var yfir líkinu í stofunni, kynni að hafa kastað þessum ljósgeisla yfir fönnina. Ég legg því af stað i annað sinn, geng eftir garðinum og sé ekki neitt. Beint norður af Naustum eru fjárhús. Þegar ég kem upp undir þau, sé ég aftur þetta sama, en mikið nær mér og á allt öðrum stað en í fyrra skiptið. Sé ég þá, að þetta er mannsmynd í Ijósi svo björtu, að ég fæ ekki í horft. Handleggirnir voru útréttir og geislum stafaði af fingrunum, og hárið, sem liðaðist niður um herðar og brjóst, var eitt geislaflóð. Ekki fannst mér ég verða hræddur, en einhver titringur fór um taugakerfi mitt, sem ég gat ekki gert mér grein fyrir. Á augnablikinu grípur mig þessi hugsun: Hér stendur þú frammi fyrir sýn, sem skynsemi þín getur ekki skilið, snúðu við, farðu ofan í bæinn og vertu þar til morguns. Ég legg því af stað aftur, kemst ofan að hlaðanum og hinkra þar við. Þá finnst mér eins og sagt sé við mig: haltu áfram ferð þinni, ljós þarftu ekki að hræðast. Ég legg nú af stað í þriðja sinn, geng upp garðinn, sé ekki neitt og held upp hjá fjárhúsunum norður af bænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.