Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 64
58
MORGUNN
Þar fór vallargarðurinn að beygjast til suðurs á vestan-
verðu túninu, en þar var lítill fjárhúskofi, sem nú er
rifinn. Faðir stúlkunnar, sem dáin var á Naustum, hafði
nokkrar ær í þessum kofa, hann var í húsmennsku. Þá
skeður það, að þegar ég kem að norðurendanum á kof-
anum, stendur þessi ljósvera við syðri endann á sjálfri
slóðinni. Þá fannst mér eins og flóð af ísköldu vatni fara
í gegn um mig, og eftir það vissi ég litið eða man, hvað
gerðist. En út af slóðinni hafði ég farið og kafað fönnina
upp undir Naustaborgir. En svo bregður við, að þegar
ég stíg fæti inn í Hamra-land, fer af mér þessi víma eða
óminni, en þá verð ég svo máttfarinn, að ég fleygi mér
niður á fönnina. Og þar lá ég fram á dag, þar til farið
var að leita mín.
Síðan þetta skeði hafa tímarnir breytzt, og nú eru
spíritistarnir að reyna að ráða þessar gátur. Og ekki er
ólíklegt, að glufan stækki smátt og smátt og útsýnið
skýrist, svo að mönnum verði margt skiljanlegt, sem þeim
er óskiljanlegt nú.
Hringrásin.
Um síðasta drauminn, sem ég segi frá, veit ég, að
hann mun vera í andstöðu við kirkjukenninguna, en minn-
umst þess, að anda mannsins eru engin takmörk sett, og
vera má, að draumar manna, sem eru dularfyllsta fyrir-
bærið, sem við þekkjum, verði rannsakaðir til fulls, og að
þá komi margt fram, sem engan órar fyrir nú. Hversu
margt nýtt er ekki komið fram á síðasta mannsaldri, sem
engum datt í hug að fram gæti komið?
Árið 1946 dreymdi mig að til mín kæmi maður, sem ég
þekki ekki, og segi við mig: Þú hefur hugsað mikið um
lífið og tilveruna, nú skal ég sýna þér, hvernig það gengur
fyrir sig. Fer ég þá með honum og komum við fljótt að
gríðarháum kletti með ótal stöllum. Ég sé mannfjölda
mikinn á hverjum stalli. Þessir menn voru á niðurleið,