Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 23

Morgunn - 01.06.1949, Page 23
MORGUNN 17 minnast nokkuð á ævistörf prófessors H. N., biblíuþýð- ingu hans, prédikanir hans, fyrirlestra og ritstörf, en þó einkum kennslustörf hans við guðfræðideild Háskólans, og það, sem við nemendur hans þar eigum honum að Þakka. En til þess er enginn tími á þessum fáu mínútum, sem ég hefi hér til umráða, sem í rauninni aðeins eru 4 eða 5, en ég vona, að þið fyrirgefið mér þó að verði 8 eða 10. En ég get ekki stillt mig um, því það er svo sjálfsagt og skylt, að minnast örfáum orðum á starf próf. H. N. fyrir þetta félag og sálarrannsóknirnar yfirleitt, ekki sízt vegna þess, hve það starf varpar skýru ljósi yfir þann þáttinn í lífi og starfi hans, sem bæði var sterkur og fagur í senn, og sem ofinn var öðrum þræði úr sterkum tilfinn- ingum og næmleik fyrir því, sem hann var sannfærður um að væri rétt, en að hinum þræði úr þreki og áræði til þess að bera sannleikanum vitni, hvaðan sem hann kom og hvert, sem hann kynni að leiða hann. Hann var einn af stofnendum Sálarrannsóknafélagsins. Og þetta varð félag- inu stærra happ og málefninu meiri styrkur en nokkurn tíma verður fullmetið og fullþakkað. Margir ágætir menn neistu í upphafi musteri þessa félags bæði traust og fagurt, og unnu að því að treysta og fegra þá smíð með mikilli alúð, elju og dugnaði og frábærum hæfileikum um mörg ár. Þeir treystu stoðirnar með rannsóknum á þessum mál- Um, sem seint verða fullþakkaðar. En próf. Haraldur Níelsson kom með sjálfan eldinn á altarið — eld síns brennandi áhuga — eldinn, sem kveikti í hjörtunum og fékk þau til að brenna. Það er þessi eldur, sem aldrei má slokkna. Það er hann, sem við öll verðum að vaka yfir. Ef Ijósið slokknar — ef eldurinn á altarinu deyr, þá verður hvert musteri kalt og snautt og salir þess tæmast að lokum, hversu traustlega sem þeir að öðru leyti kunna að vera byggðir. Því að jafnvel „sjálf þekkingin hjaðnar sem blekk- iug, sé hjartað ei með, sem undir slær.“ Þekkingin er ágæt og nauðsynleg, það sem hún nær. 2

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.