Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 57
MORGUNN
51
Jesse Francis Grierson Shepard
var óvenjulegur maður um fjölhæfni og ævintýralíf. Frá
honum segir í hinu mikla riti Nandon Fodors, Encyclo-
pædia of Psychic Science, á þessa leið.
Jesse Francis Grierson Shepard (1849—1927) var dul-
sinni, sjáandi, rithöfundur og tónlistarmiðill, en frægir
tónlistarmenn og konunglegar persónur voru vottar að
fyrirbrigðum hans. Hann hélt tónlistar-miðilsfundi sina
ýmist í birtu aða myrkri. 1 dimmu voru fyrirbrigði hans
undursamleg. Stundum kom tónlistin frá lokuðu nótna-
borðinu. Hann söng tvísöngva og stundum hljómaði bassi
og sópranrödd samtímis af vörum hans. Einnig lék hann
á orgel og söng í dómkirkjunni. 1 transi hélt hann ræður
á ensku, frönsku, latínu, grísku, þýzku, kaldeisku og
arabísku um allskonar efni.
1 bókinni Experiences in Spiritualism, eftir Catherine
Berry eru birt brot úr fornsögu Nineve á dögum Semi-
ramis, drottningar, sem egypzkur stjórnandi Shepards
komu fram í gegn um hann í transi. Árið 1889 gaf Shepard
út tveggja binda rit, innblásið, sem Maeterlinck sagði um,
að hann þekkti enga bók djúpúðugri eða yndislegri.
Adam Wisniewski, prins, skrifaði um tónleika-miðils-
fundi með Shepard grein, sem vitnað er til í tímaritinu
Light árið 1894 á þessa leið: „Við höfum stranglega gengið
úr skugga um, að við þekktumst ekki og tókum okkur nú
sæti í hring manna, sem sat umhverfis miðilinn, en hann
sat við slaghörpuna. Naumast höfðu fyrstu tónarnir heyrst,
þegar við sáum ljós birtast í öllum hornum herbergisins.
.... Fyrsta verkið, sem leikið var í gegn um Shepard,
var fantasía Thalbergs yfir aríuna úr „Semiramis." Þetta
er óprentað tónverk eins og öll önnur, sem leikin eru í
gegn um Shepard. Annað verkið var rhapsodía fyrir fjór-
ar hendur, leikið af Liszt og Thalberg af frábærum hita.
Þrátt fyrir það, að tónsmíðin krefst óhemjulegrar leikni