Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 73
MORGUNN
67
í júlímánuði andaðist einn af meðlimum Buxhoewden-
f jölskyldunnar, og þegar líkvagnshestamir komu að kirkju-
garðinum, greip þá sama hræðslan og gripið hafði aðra
hesta þar áður. Útfararathöfnin í kapellunni truflaðist af
þungum stunum, sem þeir, er viðstaddir voru, heyrðu. Þó
má ekki leggja of mikið upp úr þessu, því að þetta kann
að hafa verið eingöngu ímyndun fólksins, sem vegna þess,
sem á undan var gengið, hafði tilhneiging til að búast
við einhverju dularfullu. En annað var sannarlega engin
ímyndun, og það var sú staðreynd, að þegar inn í graf-
hvelfinguna var komið, blasti sú furðulega sjón við augum
manna, að líkkistunum, sem áður höfðu staðið þar í skipu-
lögðum röðum, hafði beinlínis verið kastað í hrúgu á tré-
gólfi hvelfingarinnar. Þessar líkkistur virðast hafa verið
úr þykkri eik og rammlega gerðar. Manni dettur í hug,
að hér kunni einhver óvinur fjölskyldunnar að hafa verið
að verki, en dyrunum hafði verið rammlega læst og skrárn-
ar voru óhreyfðar. Samt var möguleiki fyrir því, að ein-
hverjir aðrir lyklar kynnu að hafa gengið að skránum,
og nú voru líkkisturnar aftur settar hver á sinn stað og
dyrunum vandlega læst.
En nú hélt hræðslan í hestunum og órói fólksins áfram,
svo að æðsti maðurinn í byggðarlaginu, Guldenstubbe
barón, fór að skerast i málið opinberlega. Hann tók með
sér tvo meðlimi fjölskyldu sinnar og rannsakaði hvelfing-
una, og enn reyndist allt vera á tjá og tundri, þegar hvelf-
ingin var opnuð. En þegar svo var komið, setti Gulden-
stubbe borón rannsóknarnefnd á laggirnar. 1 nefndinni
var sjálfur hann, biskupinn í þessu umdæmi, borgarstjór-
inn, læknir, að nafni Lúkas, og fjórir fulltrúar borgarbúa.
Þegar rannsóknarnefndin lauk upp grafhvelfingunni,
hafði enn öllu verið umturnað þar inni og líkkisturnar
lágu á við og dreif um gólfið. Við þrem af kistunum hafði
ekki verið hreyft, kistu gamallar ömmu, sem lifað hafði
óvenjulega heilögu og göfugu lífi, og kistum tveggja
barna. Nú létu menn sér detta í hug, að þarna hefði verið