Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 19
Kveðja til S. R. F. í
á 30 ára stofnliátíð þess.
Þótt ég geti vegna vesældar minnar ekki nú sem jafnan
áður á fyrri félagssamkomum vorum verið með yður sýni-
legum návistum á þessari 30 ára stofnhátíð félags vors, til
að gleðjast með yður, uppbyggjast og styrkjast í allri
félagsstarfsemi vorri og ásetningi, — þá mun ég þó vera
yður nálægur í hug og anda á þessari hátíðarstund. Eins
er það líka ósk mín og bæn, að góðu, gömlu forsetarnir
vorir og aðrir góðir forystumenn, sem á undan oss eru
farnir fyrir lengri eða skemmri tíma, verði yður nú ná-
lægir með því afli, sem þeir kunna að eiga ráð á, til að
styrkja starf vort og málefni vort, sem ekki er aðeins
málefni vort eða fyrir land vort, heldur alheimsmál og
starf fyrir komandi frið á allri jörðu.
Með þeirri innilegu bæn, að vort litla félag og vér, hver
og einn, megum leggja fram örlitinn skerf til þess að svo
megi sem fljótast verða, sendi ég yður kveðju mína og
innilegust jólaósk.
Kristinn Daníelsson.