Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 42

Morgunn - 01.06.1949, Page 42
36 MORGUNN hverju eða öllu leyti meðan fyrirbrigðið gerist. Þessu virðist einhver orka eða máttur hljóta að valda, sem hugs- anlega myndast í líkama miðilsins eða nánasta umhverfi hans, eða þá hvorum tveggja í senn, og að orka þessi fái með einhverjum hætti gert þyngdarlögmálið óvirkt eða upphafið það. 1 þessu sambandi megum vér ekki gleyma, að þyngd er raunhæf en ekki algjör. Þyngd er ekki meðskapaður eðliseiginleiki hlutanna eins og margir hyggja. Það, er vér af hentugum ástæðum nefnum þyngd, er ekki annað en verkanir aðdráttaraflsins. Eitt kíló er t. d. ekki jafn- þungt við Miðjarðarlínu og Norðurheimskautið af þeirri einföldu ástæðu, að við miðbaug er hluturinn fjær mið- depli þyngdarlögmálsins (miðdepli jarðar) heldur en við heimskautið, og því léttari þar. Á tunglinu myndi kílóið t. d. ekki vega meira en 3 únzur, sökum þess, hve efnis- magn og stærð þess hnattar er miklu minni en jarðar. Á sólu myndi það aftur á móti vera 28 sinnum þyngra en á jörðu af sömu ástæðum. 1 geimdjúpinu (óskapnaðin- um) myndi það enga þyngd hafa. Hvers konar talnafræði- legar umbætur, sem vér kynnum verða að aðhyllast á þyndg- arlögmálskenningunni vegna útreikninga og kenninga Ein- steins, og hvaða skýring, sem fundin kann að verða a orsökum þyngdarlögmálsins, þá verðum vér eigi að síður alltaf að viðurkenna, að fallandi hlutir hegða sér ævinlega eins og þeir séu háðir einhverju óskeikulu aðdráttarlög- máli, en þetta eitt var einmitt kenning Newtpns. Ef unnt væri að draga úr þessu aðsogi, þessari leyndardómsfullu aðdráttarorku, eða upphefja hana með annari gagnverk- andi, þá myndi þetta verka sem þyngdarmissir á hlut þann, eða það, er yrði fyrir verkunum þessa gagnverkandi afls. Hann ætti þá að geta svifið í lofti um stundarsakir, eins og hann hefði misst þyngd sína. Og með þetta 1 huga, beinist athygli vor að lyftingafyrirbrigðunum. Nú vitum vér, að þetta er unnt að gera með tilraun, ef hlutur sá, er lyfta skal, er málmkúla. Gagnverkandi segul*

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.