Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 14

Morgunn - 01.06.1949, Page 14
8 MORGUNN Leaf. Þótt hann kæmi ekki hingað á vegum Sálarrann- sóknafélgsins, voru það að mestu leyti menn úr félaginu, sem stóðu að komu hans. Ég minntist þess fyrr, að á fyrstu árum félagsins var skipuð nefnd til þess að athuga möguleikana á því að fá innlent fólk til þess að gera sálrænar tilraunir með. Af fundarbókinni er ekki ljóst, hve mikill árangur hefir orðið að starfi nefndarinnar, en hér var verið að leggja út á braut, sem sjálfsagt var að fara. Þegar almenningur var farinn að kynnast málinu, hlaut svo að fara, að fólk færi að gera þessar tilraunir, og þá var vitanlega allra hluta vegna æskilegt, að með tilraunirnar færu menn, sem þekk- ingu hefðu á málinu. Það var þá þegar farið að bera á því erlendis, að fólk færi með þessi mál, sem ekki var þess um komið á nokkurn hátt. Frumherjarnir í félagi voru sáu, að það hlaut að verða eitt af verkefnum félags vors, að halda málinu innan skynsamlegra takmarka. Og að því hefir verið unnið. Á liðnum árum hafa nokkurir miðlar starfað beint eða óbeint á vegum félagsins. Vér minn- umst með þakklæti manns eins og Isleifs Jónssonar. Frá fundum Andrésar heitins Böðvarssonar eiga margir merki- legra hluta að minnast. Ennfremur er ýmsum í fersku minni merkilegir hlutir, sem gerðust fyrir miðlagáfu þeirra frú Mörtu Jónsdóttur, ættfræðings, og frk. Bjargar Haf- stein. Lengst starfaði á vegum félagsins frú Guðrún Guð- mundsdóttir, og nú að lokum Hafsteinn Björnsson. Hefii' aðsóknin að þessum fundum jafnan verið mjög mikil og stöðugt farið vaxandi. Við allt þetta fólk stöndum vér í mikilli þakkarskuld. „Hvað er þá orðið okkar starf?“ Það leikur ekki á tveim tungum, að áhrif félagsins & andlegt líf þjóðarinnar eru orðin mjög mikil, og viður- kenna það einnig þeir, sem ekki álíta þau áhrif æskileg eða holl. Yfir allan efa er hafið, að fyrir bein og óbein áhrif frá Sálarrannsóknafélagi Islands, hafa skoðanU manna um andleg mál, og þá einkum um dauðann og lífi®

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.