Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 67

Morgunn - 01.06.1949, Page 67
MORGUNN 61 þær kunna að leiða oss, og mynda oss ekki fyrir fram neinar skoðanir um neitt. Þetta er vitanlega sjálfsögð afstaða hvers vísindamanns, en því miður hafa fæstir vísindamannanna hagað sér eftir þessu, þegar þeir fengust til að gefa þessum fyrirbrigðum gaum, vegna þess, að þau voru ekki í samræmi við þær hugmyndir, sem þeir voru áður búnir að gera sér um hlutina. Hvað gerir fornleifa- fræðingurinn, þegar hann er að grafa í gömlum rústum og kemur niður á merkileg leirbrot, sem liggja dreifð í moldinni? Hann leitar, unz hann hefur fundið brotin öll, raðar þeim síðan saman, eftir því sem myndirnar á brot- unum segja til, unz hann er búinn að binda heildina sam- an og heildarmynd hlutarins er fengin. Þannig eigum vér að fara með þessar frásagnir af áreiðanlegum fyrirbrigð- um, sem nú liggja dreifðar víðsvegar, rannsaka og vinna, unz vér fáum heildarmynd af því, sem vér þekkjum ennþá aðeins í dreifðum brotum. Ég ætla að byrja með því, að kynna yður þrjár frá- sagnir, sem allar virðast vera fullkomlega áreiðanlegar, og því næst skulum vér reyna að rekja einhvern sameigin- legan þráð í þeim öllum. Fyrstu frásögnina má finna fullkomnari og ýtarlegri í öllum atriðum í bók Algernon Aspinall: West Indian Tales, en af fjölmörgum atriðum í frásögninni er ljóst, að hún er fullkomlega áreiðanleg. Atburðirnir, sem sagt er frá, gerðust í sambandi við kjallarahvelfingu Krists-kirkjunnar nálægt þorpinu Oistin, sem er á suðurströnd Barbados. Á dögum þrælahaldsins rökuðu menn saman drjúgum gróða á verzlun með romm og sykur í Vestur-Indíum, og þá voru menn stórhuga í framkvæmdum, eins og þessi stórmyndarlega, gamla grafhvelfing sýnir. Hún var byggð úr miklum björgum af kóral og steinsteypu, en var nokk- uð orðin sokkin í jörðu niður, því að hún stóð á skjóllausri hæð, þar sem ógurlegir stormar geisa tíðum. Geysistór marmarahella lokaði innganginum. Að innanmáli var graf- hvelfingin 12 sinnum 6 y2 fet. Svo óhemjulega þykkir voru

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.