Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 75
MORGUNN
69
lega enga virðing borið fyrir hinni virðulegu rannsóknar-
nefnd, heldur hafði þeim nú þvert á móti vaxið áxmegin,
og nú var miklu óhugnanlegra umhorfs í grafhvelfingunni
en verið hafði nokkru sinni fyrr. öllum kistunum hafði
verið tvístrað um hvelfinguna, nema þeim þrem, sem áður
höfðu verið látnar í friði. Sumar þær þyngstu höfðu verið
reistar upp á endann, svo að líkin stóðu á höfði, og t. d.
hafði lokið á einni þeirra klofnað, svo að líkið, sem í henni
var, og var af manni, sem hafði fyrirfarið sér, lá með hand-
legginn út úr kistunni og benti hann til lofts. Þessi ægi-
lega sjón blasti nú við rannsóknarnefndinni. Allt er þetta
nákvæmlega skráð og skýrslurnar má lesa enn í hinu
opinbera skýrslusafni eyjarinnar Oesel. öll nöfn eru til-
færð og allt vottfest. Frá því er einnig sagt, að atburðir
þessir hafi haft geysimikil áhrif á lækninn Lúkas, sem í
rannsóknarnefndinni var, eins og áður segir. Hann var
merkur hæfileikamaður. f afstöðu sinni til trúarbragð-
anna fylgdi hann kenningum franska heimspekingsins
Voltaire og var því fullkominn efnishyggjumaður, með
neikvæða afstöðu til trúarbragðanna, en á þessu varð nú
gagngerð breyting eins og ævinlega hlýtur að verða, þegar
efnishyggjumennirnir komast í verulega snerting við anda-
heiminn, jafnvel þótt í grófustu mynd hans sé, eins og
hér var um að ræða.
Afleiðing þessara óhugnanlegu fyrirbrigða varð sú, að
líkkisturnar voru fluttar úr grafhvelfingunni og grafnar
í jörð, en eftir það virðist allt hafa verið með kyrrum
kjörum og fullkomin ró fallið yfir Ahrensburg og borgar-
ana þar. Og ekki aðeins borgarana, heldur hestana einnig,
því að nú undu þeir sér vel við súlurnar á gömlu graf-
hvelfingunni, er þeir voru bundnir við þær, og sýndu engin
merki ótta eða skelfingar. Af þessum atburðum er nú
ekkert annað eftir en endurminningin, og hún má ekki
falla í gleymsku, því að svo vel eru þessir atburðir vott-
festir, sem frekast verður á kosið. Auk hinnar opinberu
skýrslu, sem samin var um þetta mál, og er varðveitt