Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 26

Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 26
20 MORGUNN árásum fyrir hollustu sína við sannleikann. Gegn ofur- eflinu hikuðu margir á þeim árum og drógu sig i hlé vegna almenningsálitsins, en Edmonds hæstaréttardómari tók sannleiksþjónustuna fram yfir lýðhyllina. 1 opnu bréfi, sem stórblaðið New York Herald birti, 6. ág. 1853, farast Edmonds orð á þessa leið: „Ég hóf rannsóknirnar með þeirri vissu, að hér væri um svik að ræða og ætlaði að afhjúpa svikin hjá miðlunum og birta almenningi þau. En fyrir rannsóknir mínar hefi ég komizt að gagnstæðri niðurstöðu og finn nú jafnsterklega skyldu mína að birta almenningi niðurstöðurnar af til- raunum mínum. Þessvegna er það, fyrst og fremst, að ég læt opinberlega uppi niðurstöður mínar. Fyrst og fremst,segi ég, því að ég hefi einnig aðra ástæðu, en hún er sú, að mig langar að gefa öðrum hlutdeild í þekkingu, sem ég held að ekki geti hjá farið að geri þá að hamingju- samari og betri mönnum.“ Hann rannsakaði bæði líkamleg og hugræn miðlafyrir- brigði og ritaði nákvæmar skýrslur um þær rannsóknir á 1600 blaðsíðum. Hann barðist gegn sannanaþunganum. Hann leitaði allra hugsanlegra úrræða til þess að finna svik í fyrirbrigðunum, og hann beitti einnig öllum hugsan- legum aðferðum til þess að fyrirbyggja svik. Árásunum á hann var haldið áfram, og jafnvel efuðu sumir blaða- mennirnir tilgang hans, þótt öllum ætti að geta verið ljóst, hve óhemjulega miklu hann var að fórna. En hann hélt hiklaust uppi málsvörninni, þreyttist aldrei að skýra frá reynslu sinni og leggja fram rök fyrir máli sínu. Vitanlega sáu margir, að ekki gat hinum víkunna dómára annað gengið til en hollusta við það, sem hann vissi að var rétt og satt, og yfirburðir hans í málfærslunni sannfærðu eðli- lega marga. Hann var þjóðkunnur sem afburða skarpskygn dómari, og ýmsir fóru að spyrja, hvort líklegt væri, að sjálfur Edmonds léti blekkjast í máli, sem hann var árum saman að rannsaka af óþreytandi dugnaði og áhuga. Hann fór sjálfur að þjálfa með sér miðilsgáfu, og í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.