Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 53
MORGUNN
47
ágæts heilsufars míns, því að eins og áður er tekið fram,
var ég í ágætri þjálfun þessi ár og iðkaði stöðugt íþróttir.
Við töldum þetta þá spretta af nákvæmri samstillingu
líkamshreyfinga okkar á göngunni og djúpum öndunar-
æfingum, er við iðkuðum samtímis. Máske var þetta vitur-
legri ályktun en við gerðum okkur þá grein fyrir.
Það er vitanlega ofurauðvelt fyrir strangrétttrúaðan
vísindalega sinnaðan gagnrýnanda að fítja upp á nefið og
fussa við þess konar skoðunum, en enginn getur neitað
því, að ef sönn og ótvíræð lyftingafyrirbrigði gerast þá eru
þau hin merkilegustu og verðskulda, að þeim sé gaumur gef-
inn, en það hefir mér nokkuð þótt skorta að gert væri.“
Eina tagltæka skýringin, sem ýmsir vísindalega rétt-
trúaðir vindbelgir hafa á takteinum, er sú, að staðhæfa
að lyftingafyrirbrigðin gerist ekki. Einstaklega er þetta
hentug aðferð til þess að þurfa ekki að hugsa, til þess
að komast fram hjá vandamálunum. En sannleikurinn er
sá, að óhemjumiklar og sterkar sannanir hafa hrúgast upp
fyrir veruleika þessara fyrirbrigða, að hlutir og lifandi
menn hafi verið hafnir á loft af ósýnilegu afli. Menn höfðu
tækifæri til að kynna sér sannanirnar fyrir þessu af er-
indi enska sálarrannsóknamannsins Horace Leaf, og mun
ég því ekki fjölyrða frekar um sannanirnar fyrir þeim,
sem finna má í skýrslum frægra sálarrannsóknamanna og
kunnra brautryðjenda á sviði visindanna. Ég hefi talið
ástæðu til að kynna yður að einhverju leyti skýringa-
tilgátur H. Carrington á orsökum þeirra. Um þær segir
Carrington: „Máske eru þær skakkar og máske leynist
sannleikskorn i þehn.“ Ég hefi aðeins rætt um þau frá
sjónarmiði sálarrannsóknamannsins, reynt að setja fram
einhverja fræðilega skýringartilgátu á hugsanlegum or-
sökum þeirra. Hve traust hún reynist, verður framtíðin
að leiða í ljós. En mér hefir þótt ástæða til að beina at-
hygli manna að þessum furðulegu og merkilegu fyrir-
brigðum, sem halda áfram að ögra rétttrúnaðarmönnum
vorra tima, er skreyta hatt sinn með f jöðrum vísindanna.