Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Side 25

Morgunn - 01.06.1949, Side 25
MORGUNN 19 Með þeirri von og ósk og bæn bið ég yður öll að rísa úr sætum og votta próf Haraldi Níelssyni virðingu yðar og einlæga þökk. tír sögu frumherjanna. John Worth Edmonds var einn hinn fyrsti þjóðkunnra manna í Bandaríkjunum, sem fram kom á orustuvöllinn til þess að þerjast opin- berlega fyrir spíritismanum. Hann var fæddur árið 1816 og andaðist árið 1874. Embættisferill hans var með afburðum glæsilegur. Um skeið var hann forseti efri deildar í þingi Bandaríkjanna, og dómari var hann í hæsta réttinum í New York. En vegna ákafra árása, sem gerðar voru á hann, þegar hann lýsti opinberlega yfir sannfæringu sinni sem spíritisti, sagði hann af sér dómaraembætti sínu. Þetta var snemma á árum hinnar ungu hreyfingar, þekk- ingarleysið og hleypidómarnir í alveldi. Tæpum þrem árum eftir að þeir atburðir urðu, sem hrundu spíritismanum af stað, fór hinn kunni dómari og þingforseti að gefa málinu gaum, og hálfu öðru ári síðar gaf hann opinberlega út skýrslur um athuganir sínar og miðlatilraunir. Blöðin voru full af fjandskap gegn málinu, en þá taldi hinn samvizkusami dómari sér ekki lengur til setu boðið, hann vildi ekki þegja, en lýsti opinberlega yfir fullum stuðningi sínum við málið og sagði frá, af hverjum rökum hann hefði sannfærzt um sannleiksgildi hinnar nýju hreyfingar. Vinir hans lögðu að honum að gera þetta ekki. Þeim var Ijóst, hvað þetta skref mundi kosta hann. En hann vildi ekki hika, hann fórnaði hinu háa embætti sínu í hæstaréttinum. Yfirlýsing hans vakti geysilega athygli því að hér var um þjóðfrægan mann og fyrirlitið málefni að ræða, og hann varð fyrir svæsnum

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.