Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 35
UM LYFTINGAFYRIRBRIGÐI,
EFTIR EINAR LOFTSSON.
Eins og öllum þeim er kunnugt, sem hlýddu á erindi
enska sálarrannsóknamannsins, Horace Leaf, fjallaði eitt
þeirra um hin svonefndu lyftingafyrirbrigði, er gerzt hafa
hjá ýmsum miðlum. Myndir þær, er fyrirlesarinn sýndi
af þessum fyrirbrigðum, máli sínu til skýringar sýndu og
jafnframt öryggisráðstafanir þær, sem rannsóknamenn-
irnir höfðu við rannsóknir sínar, sem óvefengjanlega
tryggðu, að brögðum eða blekkingum var ekki unnt að
beita, er þessi fyrirbrigði gerðust. Fyrirbrigði þau, sem
í þennan flokk er skipað, eru tvenns konar: firðhræringar
(telekinesis) og er orð þetta notað um þau fyrirbrigði, er
hlutir hreyfast úr stað (lárétt) án þess, að kunn eða sýni-
leg orsök valdi tilflutningi þeirra. Hin eru lyftingar (levita-
tion), en orð þetta er notað um þau fyrirbrigði, er hlutum
er lyft frá jörðu eða gólfi af einhverju ósýnilegu afli eða
bá lifandi mönnum, þó að þau fyrirbrigði séu sjaldgæfari.
Naumast er ástæða til að taka það fram, að orðin hafning
eða lyfting á hlutum eða lifandi mönnum frá jörðu eða
gólfi, nota ég hér aðeins um þær staðreyndir einar, þegar
slíkar lyftingar eiga sér stað vegna verkana einhvers
ósýnilegs máttar eða óskynjanlegrar orku.
Fyrirbrigðum þeim, sem hér um ræðir, er Venjulega
skipað í þann flokk hinna spíritistisku fyrirbrigða, sem
nefnd eru hlutræn eða efnisræn. Ekki verður lengur ve-
fengt, að slík fyrirbrigði hafa gerzt og gerast, en um þau