Morgunn - 01.06.1949, Síða 80
74
MORGUNN
það, að einn vina minna, sem viðstaddur var miðilsfund
hjá Goligher-hringnum, sá borð hefjast í loft upp og standa
þar kyrrt, enda þótt fjórir sterkir menn beittu öllu afli
til þess að reyna að draga það niður. Það er fullnægjandi
staðfest, að fyrir kom það á þesskonar fundum, að mið-
illinn, ungfrú Goligher, sem látin var sitja í transinum
á vogarpalli, léttist um allt að fimmtán pundum meðan
transinn stóð yfir, en það er ljóst, að orkan, sem hinar
ósýnilegu verur réðu yfir og beittu á fundunum var miklu
meiri en það, og að þær hafa kunnað einhver sérstök tök
á því, að hagnýta sér efnið, sem út af líkama miðilsins
streymdi. Á sumum fundunum hjá miðlinum D. D. Home
var krafturinn svo-mikill, að húsið, sem setið var í, lék
á reiðiskjálfi, eins og járnbrautarlest væri á ferðinni undir
því.
Nú erum vér komnir að leyndardómi, sem snertir bein-
iínis það lögmál reimleikafyrirbrigðanna, sem mjög væri
æskilegt að finna. Þrátt fyrir það að draugarnir hafa
stundum yfir að ráða mikilli orku er það bersýnilegt, og
ég hygg að allar trúverðugar sögur um þessi efni sýni það,
að þeir geta ekki notað þessa orku að eigin geðþótta til þess
að eyðileggja og valda öðrum tjóni, ef tilgangur þeirra er
enginn annar en sá einn. Þetta mætti sýnast að vera í
ósamræmi við sögurnar af brotnu líkkistunum, en vera
má, að þar hafi alls ekki eigin geðþótti þeirra ráðið og
ætlun þeirra hafi verið einhver önnur en sú, sem sýndist
af verknaði þeirra vera. Hér er saga, sem varpar nokkuru
ljósi yfir það, sem ég á við.
Einn af góðvinum mínum, rómversk kaþólskur prestur,
maður, sem enginn kunnugur mundi væna um ósannindi,
var sendur til að hvila sig í afskekktu húsi við ströndina,
en í húsi þessu höfðu aðrir prestar hvað eftir annað dvalið
í sama tilgangi. Einu sinni eða tvisvar komu gestir til
hans til þess að hlynna eitthvað að honum, meðan hann
dvaldist þarna, að öðru leyti var hann algerlega einn,
nema hvað í húsinu var gömul þjónustukona. Fáum dögum