Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 46

Morgunn - 01.06.1949, Page 46
40 MORGUNN ómögulegt er að lyfta í fyrstu, reynist mjög auðvelt að hefja á loft, eftir að umræddar hreyfingar og öndunar- æfingar hafa verið gerðar. Þetta er sameiginleg reynsla allra, er tekið hafa þátt í þessum leik. En spurningin er nú: Er það í raun og veru staðreynd, að maðurinn léttist, eða er sannfæring lyftingamannanna um að svo sé, að- eins hugarsköpun þeirra sjálfra, með öðrum orðum: blekk- ing? Næsta einkennilegt er það, að enginn af öllum þeim þúsundum manna, sem tekið hafa þátt í leik þessum, skuli hafa þótt ástæða til að sannreyna þetta með því að fram- kvæma slíka lyftingu á sjálfritandi vog, svo að auðvelt væri að fylgjast með öllum þyngdarbreytingum, ef um þær kynni að vera að ræða. Ég og nokkurir fleiri ákváðum að fá úr þessu skorið. Að kvöldi þess 25. júlí 1921 gerðum við þessa tilraun á palli sjálfritandi vogar, sem Toledo Scales Company hafði látið smíða. Vogin tók 2000 pund. Vog þessi hafði verið mjög mákvæmlega prófuð og reynd vegna til- rauna þeirra, sem við ætluðum að gera á henni. Hún var einnig prófuð á nýjan leik mjög vandlega áður en tilraun- in hófst og aftur að henni lokinni. Þeir, sem framkvæmdu lyftinguna, voru: Mr. William Russell, þekktur rafmagns- fræðingur, Mr. Burling Hall, sjónhverfingamaður, Mr. Albert Payner, sérfræðingur umrædds félags, og ég. Sá, er las á mæliskífuna, var Mr. W. J. Mahnan, sérfræðingur í vélfræði. Stóll var látinn á vogarpallinn og settist sá þar, sem hefja skyldi á loft. Við, sem framkvæma áttum lyftinguna, tókum okkur stöðu á hornum vogarpallsins. Nú var lesið á mæliskífuna og vógum við allir samtals 712 pund. Hreyf- ingar okkar á pallinum orsökuðu aðeins lítilf jörlegan titr- ing á visinum, en öndunaræfingarnar virtust naumast valda merkjanlegum hreyfingum á honum. Við byrjuðum nú á sjálfri tilrauninni og í fimmtu lotu lyftum við hinum fimmta ofur rólega og tók lyftingm fimm sekúndur. Tilraunin var endurtekin fimm sinnum.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.