Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 69
MORGUNN
63
hvelfingin opnuð. Á þessum stutta tíma, síðan kista hafði
síðast verið borin þangað inn, hafði öllu verið umturnað
og svívirðilega með líkkisturnar farið. Kista frú Goddards,
sem virðist hafa verið úr tré, var brotin, þó kann það að
hafa verið eðlileg hrörnun hennar, en hún var þá nærfellt
tíu ára gömul. En blýkistunum hafði verið þeytt út í horn.
Nú var kistunum komið fyrir, hverri á sinn stað, trékistan
bundin saman, og grafhvelfingunni var lokað.
Þá var það þrem árum síðar, að kona ein, ungfrú Clark,
andaðist, og var líkkista hennar borin til grafhvelfingar-
innar 7. júlí 1819. Svo mikil var eftirvænting og æsing al-
mennings, að sjálfur landsstjórinn, Combermere lávarður,
alkunnur maður, tók þátt í líkfylgdinni með heila herdeild
og aðstoðarliðsforingja. Aldrei hafði aðkoman verið verri
en þá. Trélíkkistan stóð raunar óhreyfð, en hinum var
tvístrað út í allar áttir. Combermere lávarði fannst svo
mikið til um þetta, að hann lét rannsaka alla hvelfinguna
og prófa hvarvetna í henni hljóðið, til þess að ganga úr
skugga um, hvort nokkursstaðar kynni að reynast mögu-
leiki fyrir því, að undirgöng eða óþekktur gangur að
henni kynni að leynast. Rannsóknin leiddi í ljós, að slíkt
kom ekki til mála. Hér var um leyndardóm að ræða, sem
ómögulegt virtist að ráða. Líkkisturnar voru nú bornar
aftur hver á sinn stað, og því næst var vandlega stráð
sandi á allt gólfið, svo að fótspor skyldu sjást, ef einhver
stigi fæti á gólfið. Marmarahellan mikla, sem lokaði hvelf-
ingunni, var múrsteypt aftur í dyrnar, en það sýnist hafa
verið gert í öll skiptin áður, en nú setti landsstjórinn
sjálfur innsigli sitt fyrir dyrnar til frekara öryggis. Brezka
stjórnin var opinberlega komin í baráttuna gegn myrkra-
völdunum.
Þótt skömm sé frá að segja, sýnast myrkravöldin ekki
hafa orðið hið minnsta feimin við landsstjórann eða heims-
veldið brezka, sem hann var fulltrúi fyrir. Á næsta ári,
eða í aprílmánuði 1820, var tekin ákvörðun um, að opna
nú grafhvelfinguna og láta opinbera rannsókn fara fram,