Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 49
MORGUNN
43
breytingar raunveruleg lyftingafyrirbrigði í neinum skiln-
ingi, þá sýnast þær þó vera það að einhverju leyti. Ef
umræddar breytingar á þyngd hefðu reynst mun sterk-
ari og þróttmeiri, er ekki annað sjáanlegt, en að lyftinga-
fyrirbrigði hefði gei-zt.
Flest höfum vér að meira eða minna leyti aðhyllzt þá
skoðun, að firðhræringafyrirbrigðin séu framleidd með
því að draga orku eða kraft út úr líkama miðilsins, sem
unnt sé að gera svo efnisræna, að hún geti valdið hrær-
ingum hluta eða tilfærzlu þeirra. Með öðrum orðum, teg-
und eða afbrigði af orkuþrungnu, ósýnilegu útfrymi. Marg-
ar beinar og óbeinar sannanir eru því til styrktar, að þessi
skoðun sé hin rétta. Þessi lífræna orka streymir út frá
fingurgómum miðilsins og sérstaklega virðist hún gagn-
sýra eða hlaða þá hluti, er miðlarnir snerta eða fara
höndum um, hefir áhrif á verkfæri, ljósmyndaplötur og
líkami manna. Tvímælalaust var kuldagusturinn, sem iðu-
lega fannst streyma út frá ýmsum líkamshlutum Eusapiu
Palladino sama eðlis. Þessi kuldagustur var hlutrænn.
Pyrir þessu fengum við ótvíræðar sannanir á fundum okk-
ar með henni í Neapel. Þá sáum við borðfána blakta eðli-
lega fyrir þessum kuldagusti, er við létum hann á þann
stað, sem straumur þessi lék um, en meðan þetta gerðist,
var haldið fyrir nef hennar og munn. Auðsjáanlega sá
Crawford og fylgdist með stigrænni þéttun þessa lífsorku-
straums, hvernig hann breyttist í hlutrænt efni, útfrymi.
Og að síðustu sjáum vér og finnum útfrymið sjálft, lagað
og mótað í hlutrænar hendur, andlit og líkami. Hér virð-
umst vér því sjá og geta athugað stigræna myndbreytingu
eða ummyndun óhlutrænnar orku í þétt efni. Þegar um
aflíkamning er að ræða, gerist þetta sennilega öfugt. Hið
sýnilega og áþreifanlega efni breytir aftur þéttleika sín-
um, hverfur yfir í ósýnilega orku, er aftur streymir inn
í líkama miðilsins. Orka sú, er streymir út frá likama
miðilsins virðist stundum haga sér þannig, sem hún
væri gædd aðdráttarafli, dregur stundum hluti að