Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 63

Morgunn - 01.06.1949, Page 63
MORGUNN 57 um nóttina. Það fólk, sem heima átti á Akureyri, fylgdist með mér inn eftir, og seinustu manneskjurnar, sem ég skildi við, voru börn Friðbjarnar heitins Steinssonar. Þá átti ég eftir að ganga einn upp að Hömrum, og er það löng bæjarleið. Ég hélt nú sem leið lá suður fjöruna og upp á neðri brekkuna. Þar var svarðarhlaði, sem fluttur hafði verið þangað um haustið. Ég geng svo þaðan og upp á vallargarðinn á Naustum. Sá ég þá eins og Ijósstólpa suður á túninu. Við nánari athugun virtist mér hann taka á sig mannsmynd. Ég horfði á þetta litla stund og er að furða mig á, hvað þetta geti verið. Nú fer ég aftur niður að hlaðanum, bíð þar augnablik, en þá er eins og að mér sé hvíslað: haltu áfram ferð þinni, ef þú sér þetta ekki aftur á sama stað, hefur það ekki verið neitt. Þá minntist ég allt í einu þess, að uppi stendur lík af ungri stúlku á Naustum. Ég þekkti hana vel, en nefni hér ekki nafn hennar. Mér datt þá í hug, að verið gæti að ljósið, sem haft var yfir líkinu í stofunni, kynni að hafa kastað þessum ljósgeisla yfir fönnina. Ég legg því af stað i annað sinn, geng eftir garðinum og sé ekki neitt. Beint norður af Naustum eru fjárhús. Þegar ég kem upp undir þau, sé ég aftur þetta sama, en mikið nær mér og á allt öðrum stað en í fyrra skiptið. Sé ég þá, að þetta er mannsmynd í Ijósi svo björtu, að ég fæ ekki í horft. Handleggirnir voru útréttir og geislum stafaði af fingrunum, og hárið, sem liðaðist niður um herðar og brjóst, var eitt geislaflóð. Ekki fannst mér ég verða hræddur, en einhver titringur fór um taugakerfi mitt, sem ég gat ekki gert mér grein fyrir. Á augnablikinu grípur mig þessi hugsun: Hér stendur þú frammi fyrir sýn, sem skynsemi þín getur ekki skilið, snúðu við, farðu ofan í bæinn og vertu þar til morguns. Ég legg því af stað aftur, kemst ofan að hlaðanum og hinkra þar við. Þá finnst mér eins og sagt sé við mig: haltu áfram ferð þinni, ljós þarftu ekki að hræðast. Ég legg nú af stað í þriðja sinn, geng upp garðinn, sé ekki neitt og held upp hjá fjárhúsunum norður af bænum.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.