Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 59

Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 59
MORGUNN 53 líkama sinn, sál og anda, vera í sátt við sjálfan sig, Guð sinn, náunga sinn og náttúruna. Þá fyrst er maðurinn kominn á það stig, sem leiðir til andlegs þroska. Þá kem- ur hinn andlegi friður yfir manninn og ró, sem enginn getur frá honum tekið, — og hvað vantar manninn meira en einmitt þennan frið, — frið Guðs? Komi hann, þá er allt fengið. Guð gefi, að svo megi verða um heim allan. 1 fornsögum okkar úir og grúir af draumum, sem oft rættust nákvæmlega, og ennþá rætast draumar margra manna, ef eftir þeim er tekið. En þá er ég kominn að því, sem furðulegast er, að svefnástand mannsins, eða undir- vitund hans, sem þá hefur yfirráðin, skuli geta birt honum hluti, sem hin daglega vitund veit ekkert um, skuli geta látið anda mannsins svífa yfir höf og lönd og sjá dásemdir, sem ekkert auga hefur séð, og heyra raddir, sem ekkert eyra hefur heyrt. Er þetta ekki dásamlegt? Er þetta ekki þess virði, að eft- ir því sé tekið? Sýnir þetta okkur ekki, hve þekking okkar á þeim öflum og hæfileikum, sem með okkur búa, er smá? Ég skal ekki fara langt út í þessa hlið málsins. Það er verkefni vísindamanna framtíðarinnar að opna dyrnar að þeim dásemdum og leyndardómum, sem á bak við þetta dyljast. Þá kem ég að sýnunum eða vökufyrirburðnum. Um það efni hefur mikið verið fært í letur hér á landi, og þó er hitt sjálfsagt miklu meira, sem óskráð er og gleymt. Fyr- irburðir eru svo margsannaðir, að ekki er hægt að mót- mæla þeim af nokkru viti, og þeir einir munu gera það nú orðið, sem ekki þora að horfast í augu við sannleikann. „Nú dó Pétur amtmaður.“ Ég var átta ára gamall, er ég fluttist með foreldrum mínum frá Fornhaga í Hörgárdal að Naustum við Akur- eyri, og nú eru 76 ár síðan. Ég hef liklega verið á 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.