Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Side 9

Morgunn - 01.06.1952, Side 9
Úr ýmsum áttum. ★ Lesendum MORGUNS mun öllum kunnugt um greinar danska prestsins, sem kom hingað sem gestur á liðnu sumri „til þess að kynnast íslenzku kirkjulífi". Einn þeirra manna, sem hann nafngreindi sem heimildarmann að ummælum sínum um kirkjulífið hér og skoðaður hefur verið sem erindreki danska heimatrúboðsins á Islandi, fullyrti við hann, að spíritisminn gei'ði menn ómóttœTúlega fyrir krist- indóminn. Vitanlega lætur slík fullyrðing hlægilega í eyrum alls þorra manna á Islandi, en málið hættir að vera hlægi- legt, þegar þess er gætt, að hér lýsir maður, sem allmikið hefur farið fyrir í kirkjulífi þjóðar vorrar, þótt hann hafi aldrei náð því að verða kosinn í prestsembætti, yfir því, að séra Haraldur Níelsson hafi ekki verið Var kristinn. Raunar var slíkri staðhæfing séra Haraldur stundum kastað fram á fyrstu baráttu- þá heiðingi? árum séra Haralds, en á seinni árum hafa menn síður treyst sér fram á ritvöllinn með slíka fullyrðing. Minningin um þennan fágæta trú- mann, kirkjuleiðtoga og skörung er enn svo lifandi með þjóð vorri, að marga mun hnykkja við, þegar vitað er, að flokkur manna er að reyna að vinna slíkum skoðun- um fylgi með þjóðinni og leiða þær til öndvegis í íslenzku kirkjulífi. Það er vegna alltof mikils tómlætis margra spíritista um kirkjumálin, að menn skuli enn þora að bera slíkar fullyrðingar fram. Um aldamótin síðustu var enn ráðandi í kirkjulífinu

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.